Skírnir - 01.12.1908, Blaðsíða 64
352
Islenzk heimspeki.
sumt það sem nefnt er kerlingabtekur—hefir að geyma ýmis-
legt af læknavísdómi horfinna kynslóða. Einnig mun það
ekki fjarri sanni, að hið trúaða hugarfar sé að sumu leyti
ekki fjærskylt hugarfari heimspekingsins. Trúin er aðal-
lega runnin frá óttanum, en heimspekin frá undruninni.
En í þessum hættulega heimi eru ótti og undrun, furða,
náskyldar tilfinningar. Geigblandin undrun hlýtur að
vakna hjá hverjum manni, sem hugleiðir hvílíkum ráð-
gátum og hættum sjálfs hans líf býr yfir og öll tilveran;
en trúmaðurinn, að minsta kosti í eldri merkingu þess
orðs, hyggur að þegar sé svarað þeim spurningum sem
hann varða mestu, þar sem heimspekingurinn er á öðru
máli og leitar úrlausnar.
Víkjum aftur að heimspeking vorum á barnsaldri.
Hann gjörist nú svo trúaður, að þégar hann er eitthvað
lasinn, liggur við að hann langi til að deyja. En heim-
spekingseðlið verður of ríkt, og einn þáttur þess er að
efast, leita að sönnunum eða líkindum. An þess að Brynj-
úlfur lesi eða heyri nokkuð í þá átt, kvikna hjá honum
efasemdir um trúna. Hann verður órólegur og hugsjúkur,
og leitar loks til móður sinnar í vandræðum sínum. Móðir
hans, sem hefir vérið góð kona, og eins og flestar gáfaðra
manna mæður, sjálf gáfuð vel, leggur honum ýms heil-
ræði, og það ekki sízt, að hugsa sem minst um þessi efni.
Og betra ráð gat hún varla gefið honum, eftir sínu viti.
Því það mun vera bezta ráðið til að vera alt af rétttrú-
aður, að hugsa ekki um trúna, og ef til vill er það með-
fram þess vegna sem ýmsir miklir framkvæmdamenn eru
og hafa jafnframt verið trúmenn; þeir hafa aldrei hugsað
um annað en framkvæmdir. Efagjarn hugur mun einnig
vera siður líklegur til framkvæmda. En þó mundu án
efunarmannanna fáar villur leiðréttar og lítið um fram-
farir.
Nú fór Brynjúlfur líka að stálpast og vinna, og studdi
það að því að bæla niður efasemdir hans. Því líkamleg
áreynsla er góð til að kæfa niður hugsanir, eins og hins
vegar mikil hugleiðingasemi virðist geia menn frábitna