Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 6
198
Þegar eg var á fregátunni —!“
»Er Hrólfur gamli að fara í legu núna?« spurði
læknirinn.
»Já, hann ætlar út í eyjar og liggja þar við svo sem
viku tima. Hann munar ekkert um að skjóta manninum
á land í Múladölunum, ef honum skyldi koma það að
haldi.«
»Þetta er ágætt,« mælti læknirinn. »Þessu skuluð þér
sinna, ef þér þurfið ekki beinlínis inn fyrir fjarðarbotninn.
Þetta styttir yður leiðina um heilan dag að minsta kosti,
og í Múladölunum verður auðveldara að fá hesta og
fylgdarmann en hér.«
Þetta kom mér alt saman svo á óvart, að eg var
ekki undir eins við svarinu búinn. Eg horfði á lækn-
inn og komumanninn til skiftis og fyrsta hugsun mín var
sú, að læknirinn mundi vilja losna við mig. En svo fór
eg að hugsa um það, hve gott það væri fyrir mig að
geta farið þannig fyrir ósa á öllum ánum, sem runnu
ofan í fjarðarbotninn. Og loks komst eg að þeirri niður-
stöðu, að ráð læknisins væri ekki sprottið af öðru en ein-
skærri góðvild.
»Er Hrólfur gamli almennilegur núna?« spurði lækn
irinn manninn í dyrunum.
»Já, seisei, já,« sagði maðurinn.
»Almennilegur,« sagði eg og leit á þá spyrjandi aug-
um. Mér þótti spurningin undarleg
Læknirinn brosti.
»Hann er í lítilsháttar ólagi — hérna,« mælti hann
og benti á höfuðið á sér.
Það fór hrollur um mig við þá hugsun, að eiga að
leggja í langa sjóferð með vitskertum manni. Eg er viss
um, að læknirinn hefir séð það á mér hvað eg hugsaði,
því að hann kímdi góðlátlega.
»Er þá óhætt að fara með honum?« spurði eg.
»Já, meira en svo. Hann er ekki vitlaus, síður en
það. Hann er að eins dálítið undarlegur — hefir »flugur
í höfðinu« eins og menn segja. Það stríðir stundum á
hann sinnisveiki, þegar hann er heima í skammdeginu