Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 30
222
jsland gagnvart öðram ríkjam.1
reglum og með lögmálsþrætur. í neðanmálsgrein á
104.—105. bls. minnist hann á stjórnarfarssögu vora á 10.
öld og verður honum þar sú meinloka að segja, að »heim-
ildarritin gefi enga átillu til« að ætla, að norðlensku þing-
in hafi verið orðin fjögur um 965, þegar landinu var skift
í fjórðunga. Ari segir um þetta í Islendingabók 5. k.:
»Þá vas landinu skipt i fjórðunga, svá at þrjú urðu þing
í hverjum fjórðungi, ok skyldu þingunautar eiga hvar
saksóknir saman, nema í Norðlendingafjórðungi váru fjög-
ur, af því at þeir urðu eigi á annat sáttir;
þeir esfyrir norðanváru Eyjafjörð vildu
eigi þangat sækja þingit, ok eigi í Skaga-
fjörð þeir es þar váru fyrir vestan«. —
Annaðhvort kann jeg ekki að lesa mælt mál, eða hjer er
gefið í skin, að menn hafi viljað fækka norðlensku þing-
unum, til þess að þar irði 3 þing eins og í hinum fjórð-
ungunum, annaðhvort að norðan með því að fá Þingei-
inga til að sækja þing i Eijafjörð, eða að vestan með því
að fá Hánvetninga til að sækja í Skagafjörð, enn þetta
hafi orðið að engu firir mótstöðu Þingeiinga og Húnvetninga,
sem ekki vildu leggja niður þing þau, sem þar vóru firir. —
I 6. kafla talar höf. um hinn eina rjetta »Gramla Sátt-
mála«, sáttmálann frá 1262, og um skjal það, sem kallað
hefur verið ranglega »Gamli sáttmáli« og Jón Sigurðsson
hefur heimfært til 1263 og 1264, enn er í raun rjettri Al-
þingissamþikt, líklega frá árinu 1300. Firirsögnin firir
kaflanum »Sáttmál a r n i r « (í flt.) er í meira lagi lituð,
því að engar heimildir eru firir því, að hið síðarnefnda
skjal sje sáttmáli, samþiktur af konungsvaldinu, og herra
E. A. gerir enga tilraun til að sanna það. Þvert á móti
ber upphaf skjalsins það með sjer, að það er einhliða Al-
þingissamþikt. Höf. er auðsjáanlega í mestu vandræðum
með þennan »sáttmála« sinn, neitar hvergi beinlínis, að
hann kunni að vera frá 1300 eða 1302, enn kemst þó loks
að þeirri niðurstöðu, að hann muni vera frá árinu 1281,
sama árinu og Jónsbók var lögtekin, samþiktur á alþingi
rjett á undan henni, einkum af því að í honum standi það