Skírnir - 01.08.1910, Page 111
Orkunýting og menning.
803
heldur sumt af fjárhæðinni í mörkum og sumt í annari
mynt, og stundum vill ekki einu sinni víxla allri fjár-
hæðinni, svo eigandinn aitur eftir með nokkrar krónur,
sem hann fær ekki víxlað. En auðsætt er, að geti eg ekki
fengið það sem eg vil, fyrir það sem eg hef, nema skifta
því fyrir annað, þá er það sem eg get ekki skift, eða fæ
í þeirri mynt sem eg get ekki notað, mér einskis virði.
Sé eg t. d. staddur með 100 kr. í Iandi, sem hefur aðra
mynt, og enginn víxlari vill víxla við mig nema 9 kr. af
því sem eg hef, og þó svo að eg fái jafngildi 50 króna í
þeirri mynt sem gjaldgeng er þar í landi, en 40 króna í
annari mynt, þá eru þessar 100 kr. mér að eins 50 króna
virði í því landi. Kalli eg n o t a g i 1 d i hlutfallið milli
þeirra peninga, sem eg fæ í nýtilegri mynt og þeirra, sem
eg hef, þá er það í þessu dæmi 80/100 eða lj2. Væri nota-
gildið l!z, þá fengi eg fyrir 100 kr. að eins kr. 33.33,
o. s. frv.
Þessu er nú alveg eins farið þegar um orku er að
ræða. Ef vér köllum frum-orku þá orku sem breyta
á í aðra, en nýti-orku þá tegund orku, er vér þurf-
um á að halda, þá er notagildið =
Þegar vér vitum hve mikil frum-orkan er, og þekkjum
notagildið, getum vér því reiknað út hve mikil nýti-
orkan er, með því að margfalda saman frum-orku og nota-
gildi.
Notagildið fer annars vegar eftir því, um hverjar
orkutegundir er að tefla, og hins vegar eftir því, hvernig
tilfæringarnar eru, sem notaðar eru til þess, að breyta
einni orkunni í aðra. Þessar tilfæringar, vélar eða verk-
færi, má telja því betri, sem notagildi orkunnar, sem beitt
er, verður meira, og veit hver maður, að miklu meira
má með sömu orku vinna, ef verkfærið er gott, en ef það
er slæmt. A tiltekinni tímalengd getur t. d. hjólamaður
farið lengri veg á góðum hjólum en slæmum, þótt áreynsl-
an sé söm.
Steinolíulampinn er vél til að snúa efnisorku stein-
olíunnar í ljós. Efnis orkan er þá frum-orkan, ljósið nýti-