Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 164
356
Þrjú liréf Jónasar Hallgrímssonar.
þjer sarnt hægt til vorsins, nema ef eitthvað skildi berast í greípar.
Komið þið nú upp einhvurju tímariti firir landið; nú erum við
ekki við höndina »Gárúngarnir« að barna firir ukkur söguna.
Heilsaðu öllum, elskulegi! sem taka vilja kveðju minni og
lifðu sæll og blessaður.
Þinn
J. Hallgrímsson.
Sóreí 26. Sept. 1843.
Elskulegi góði Vinur!
Jeg verð nú ekki lángorður heldur enn vant er; erindið er lika
lítið nema heilsa og kveðja og láta þig sjá jeg lifi og muni eftir
þjer. Mjer líður á flestan hátt vel, guði sje lof; heilsan er sæmi-
leg og vinnan gjeíngur sæmilega, og hvað aðbúð og umgjeíngni
snertir, þá hefi jeg ekki áður átt iafngóðu að fagna opt um dagana.
Jeg er hjer úti bæði af því að mjer þikir fara ólíka betur um mig
enn < Kaupmannahöfn, og svo hinu, að nú er firir alvöru verið að
gjera við islandica — jeg er hjá Steenstrup, eins og þú gjetur
nærri, og við sitjum nú í samvinnu og komi nokkurntíma svo lángt
(að) eitthvað komist út um Isl. ferðina, verður það eftir okkur í sam-
einingu og undir beggja okkar nafni. Ekki hef jeg heldur gleimt
fjelaginu okkar, enn Landlísingin verður mikið verk og undirbún-
ingurinn til að gjeta skrifað hana að gagni er ótrúlegur. Lakast
er að fjelagið er ekki fært um að borga mjer neitt sem heíta
megi viðunanlegt og það er nú helst sem mjer baggar — penínga
skorturinn — til að gjeta unnið almennilega. Jeg sje brauðin eru
að losna, enn jeg þori samt ekki að láta sækja um neitt að sinni,
því jeg er dauðhræddur um að jeg verði ekki búinn í vor að því
sem jeg þarf að gjera hjer. Jeg skrifa þjer ekkert um politik,
þvi jeg ætlast til þú lesir blöðin, enn jeg skal í þess stað segja
þjer eina findni. Þeir hafa verið að jagast útúr »Dramaet« Heiberg
og Dr. Hebbel nokkur, þískur maður; Heiberg var kominn svo að
hann átti bágt með að svara og segir heldur enn ekki neitt »að
Dr. Hebbel sje aungvanveginn »Dramaets Messias«, r— enn Hebbel
segir aptur: »ef jeg vildi nú vera verri, og segja Heiberg væri
þessi Messias, atli hann ætti þáekkibágtmeðEnd-
u r 1 a u s n i n a ?«.