Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 73
Efniskenningin nýja.
265
eindir (atóm). Það eru til efni með að eins einni svo-
nefndri efniseind í sameindinni, eins og t. d. kvikasilfurs-
gufa, og efni, sem hafa yfir 100 eindir í sameindinni, eins
og raörg liinna lífrænu (organisku) efna. Skvldu nú líka
efniseindir sameindanna vera á hreyfmgu og hafa sinn
sérstaka, sveifluhraða ? Og skyldu þær vera samsettar úr
smærri frumeindum? Saga náttúruvísindanna hefir einnig
leyst úr þeim spurningum.
Fyrir nú nærfelt 100 árum fann þýskur sjónglera-
smiður (opticus) Josep Fraunhofer að nafni, einusinni
er hann var að athuga regnbogalitina með hinum hárfínu
ljósbrjótum (linsum) sínum, ýmsar dökkar rákir í litband-
inu. Mönnum þóttu rákir þessar næsta undarlegar, og
það því fremur sem þær voru alveg reglubundnar, þ. e.
rákir fyrir hvert ákveðið efni á ákveðnum stöðum í lit-
bandinu. En það var þó ekki fyr en hálfri öld síðar, að
þeir Bunsen og Kirchhoff, þýskir eðlisfræðingar, gátu
ráðið merkingu þessara ráka og sýnt fram á, að vér hefð-
um þar fyrir oss stafrof alheimsviðáttunnar, er vér getum
lesið með, hvaða efni eru í hverjum þeim hnetti í geimn-
um, sem vér annars getum eygt og ber nokkra ljós-
glætu. Þeir grundvölluðu með rannsóknum sínum nýja
fræðigrein, er nefndist ljósbrotskönnun (spektral-
analysé). Og livað er nú það, sem hún kennir oss?
Hún sýnir það og sannar, að sérhver lofttegund og
sérhvert efni i gufulíki sýgur í sig ákveðnar rákir úr
ljósbandinu (spektrinu), en fyrir það koma einmitt þessar
dökku rákir í bandið. Kú er því ennfremur svo varið,
að sérhvert efni sýgur að eins í sig ákveðnar rákir; en
rákirnar samsvara ákveðnum sveifluhraða ljóssins á þeim
stað í litbandinu, er þær koma fram, og þar af drógu
menn þá ályktun, að eindirnar i efni því, sem ljósið staf-
ar frá, væru á viðlíka hreyfingu með alveg samsvarandi
sveifluhraða.
Litband þetta hefir verið nefnt innsogsbandið
(absorptionsspe/ctrið), af þvi að það er eins og efnin sjúgi
í sig ljósrákir þær, er samsvara þeim í litbandinu. En