Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 108
300
Orkunýting og menning.
jurtirnar sjúga í sig, býr orkali sem þær neyta, er þær
vinna lífræn efni úr kolsýrunni.
En jurtirnar eru ekki aðeins orkubrúnnur manna og
dýra á þann hátt er nú var greint. Kolalögin, sem iiest-
ar vinnuvélar heims hafa hitann úr; eru ekki annað en
jurtaleifar frá fyrri jarðöldum, óg orka þeirra er því ætt-,
uð, sem bezt, því hana má rekja til sólarinnar.
Vér sögðum áður, ,að orku þyrfti til þess að skilja að
efni .sem sameinast hafa, og vér höfum séð hvernig geng-
ur með kolsýruna. Annað dæmi skulum vér nefna: Vatn-
ið er samsett af tveim lofttegundum, vatnsefni og.súrefni.
Þegar þær sameinast, myndast vatn og hiti. En með full-
tingi rafmagnsstraums má skilja þessi frumefni vatnsins
að aftur, og veita þeim þannig á ný orkuna sem þau mistu
við sameininguna. Rafmagnsstraumur kemur fram við
efnasameiningar er verða í rafmagnsvirkinu, svo að um
leið og frumefni vatnsins fá aftur orku sína, gengur orka
annara efna til þurðar í rafmagnsvirkinu. Nú má að vísu
framleiða rafmagnsstraum með öðrum tilfæringum, t. d.
með rafsegulvél (dynamo). En orku þarf til að snúa þeirri
vél sem öðrum, og hvort sem hún gengur fyrir handafli,
vatnsafli eða gufuafli, verður niðurstaðan hin sama: Vér
breytum einni orku í aðra, kaupum eina fyrir aðra, en
fáum hana aldrei ókeypis.
Eins og hitinn getur breyzt í erflði, eins getur erfiði
breyzt í hita. Það kostar erfíði að núa tréspýtum saman,
og svo má núa þeim fast, að í þeim kvikni. Sagarblaðið
hitnar þegar ákaft er sagað; nokkuð af erflðinu breytist
í hita. Ef hlutur á hraðri ferð rekst á, svo hann stöðvast,
kemur fram hiti; þegar járn er kaldhamrað, hitnar bæði
það og hamarinn. Og rafmagnsstraumur hitar þráðinn
sem hann fer um. —
öll þau dæmi sem nú hafa verið nefnd, áttu að sýna
það, að ein orkan breytist. í aðra, og að erfiði breytist i
orku og orka í erfiði, að hvenær sem ein orkan hverfur,
kemur önnur í staðinn.. En nákvæmar rannsóknir hafa
sýnt, að þessar breytingar, þessi orkuskifti, fylgja föstum