Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 20
212
,Þegar eg var á fregátunni —!“
stokkinn sást blágrænt sjólöði ið falla í fossum út af skerj-
unum í vogsmynninu.
Báturinn stóð nærri því upp á endann, og það var
eins og sjórinn syði alt í kringum hann, syði og væri bú-
inn að sjóða þangið af skerjunum í smátt mauk.
Alt í einu var eins og ískaldri svipuól væri slegið um
vangann á mér. Eg hraut áfram við höggið og greip um
höfuðbenduna.
»Sleppið fokkunni«! kallaði Hrólfur.
Þegar eg leit upp, blöktu seglin vindlaus út af borð-
inu, báturinn leið hægt og rólega inn voginn, þóftufullur
af sjó
Okkur leið öllum prýðilega vel.
Eg fann að vísu kaldan sjóinn seitla niður bert bak-
ið á mér undir skyrtunni. Það gerði mér ekki mikið til.
Þetta, sem eg hafði orðið fyrir, var ekkert annað en koss,
sem yngsta dóttir Ránar sendi mér að skilnaði.
Andlitið á Hrólfi Ijómaði af ánægju. Þetta haiði hon-
um hezt tekist um dagana. Þetta var ekki allra með-
færi. —
Báturinn seig inn lygnan voginn og nam staðar í
vörinni.
Þar stóðu tveir menn, sem komnir voru heiman frá
bænum. »Það lá að, að þetta væri Hrólfur gamli«, kall-
aði annar þeirra til okkar í því við lentum. »Það er engra
meðalmanna leikur að fara inn í voginn, eins og hann
er núna«.
Hrólfur lyfti brúnum og glotti; hann svaraði engu,
en kipti stýrinu frá, svo að það næmi ekki niðri í lend-
ingunni, og lagði það yfir þveran skutinn. Það var auð-
séð á honum, að honum þóttu ummælin góð. »Meðal-
maður« vildi hann síst af öllu vera talinn.
Okkur var tekið tveim höndum af Múlabændunum,
og það sem eg bað um til fyrirgreiðslu ferð minni, var
talið sjálfsagt og velkomið. Hvergi lifir gestrisnin íslenska
slíku blómalífi, sem á útkjálkum eða í afdölum, þar S" i
umferðin er minst.