Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 13
Þegar eg var á fregátunni —!
205
um æflna, sum ýkt en sum spunnin upp frá rótum. Eða
þá um ýmislegt, sem hann ætlaði að gera einhvern
tíma, eða mundi hafa gert eða hefði átt að gera. Aldrei
um það nálæga.
Það var ekki lengi að berast út, að Hrólfur gamli
væri sinnisveikur og langan tíma þorði varla nokkur
maður á sjó með honum.
»Nú er sú hræðsla dauð fyrir löngu,« sagði Eiríkur
og brosti við. »Nú fá færri að vera með honum en
vilja.«
»0g er hann aflamaður?«
»Já, aflinn bregðst honum sjaldan«.
»Er hann þá ekki orðinn efnaður?«
»Eg veit það ekki. Hann er að minsta kosti upp á
engan kominn, og útgerðina á hann sjálfur«.
»Hann liggur á peningum, bannsettur karlinn, eins og
ormur«, sagði maðurinn upp við siglutréð og strauk sjó-
drifið frarnan úr sér með hendinni.
Svo fóru þeir að segja mér frá Múla-ey og æfinni,
sem þeir ættu í vændum næstu vikuna.
Eyjan var gróðurlaust eyðisker utan við múlana, og
braut nærri því yfir hana í haustbrimum. Það fyrsta, sem
þeir þyrftu að gera, þegar þeir kæmu þangað, væri að
hlaða upp grjótbyrgið sitt frá síðasta ári, refta yfir það
með rekabútum og þekja það með þara. Þar ættu þeir
að láta fyrirberast á nóttunni, hvernig sem viðraði. Lend-
ingin var tilbúin af náttúrunnar hendi, svo að ekkert
þurfti fyrir henni að hafa. En svo var hún ótrygg, að
altaf þurfti einn maðurinn að vaka yfir bátnum. Frá eyj-
unni var róið út með lagvaðinn á hverju kvöldi og hann
lagður á tiltekin mið. Eftir lágnættið var hákarlinn gráð-
ugastur. Þá fann hann ilminn af stæku hrossakjöti og
grútúldnu selspiki leggja fyrir vitin á sér, rann á þefinn
og gleypti alt, sem honum var boðið. Þegar hann komst
að þeim sorglega sannleika, að eflings öngull með sterku
agnhaldi var fólginn í þessum fyrirtaks rétti, og ekki var
auðgert að æla bitanum upp aftur, tók hann að reyna að