Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 183
Ritfregnir.
375
af ritgerðum og ferðabókum, að næstum því var ókleift að leita
þær allar uppi.
Og ef vór nú lítum yfir það’, sem gjört hefir verið af hvera-
rannsóknum hér, þá er það í sjálfu sór ekki svo lítið, ekki síst ef
tillit er tekið til þess, að mest af því hefir verið gjört í hjáverkum
og á híaupum af mönnum, er hafa haft mörgu öðru að sinna. En
hins vegar dylst það eigi, eins og líka höfundurinn bendir á, að
mikið er eftir að gjöra, ef íslensku hverirnir eiga að vera eins vel
rannsakaðir og hverir í öðrum löndum. En miklu af því, sem órann-
sakað er, er þannig farið, að það verður jað eins rannsakað með dýr-
um verkfærum og miklum viðbúnaði, og því er hætt við, að það
geti dregist, með því að mönnum er gjarnt á að horfa í kostnaðinn,
þegar um þess konar fyrirtæki er að ræða. En leitt er að vita til
þess, hve lítið hverirnir eru notaðir ennþá, og nóg virðist þó vera
til af þeim, því að prófessor Þ. Thoroddsen telur, að hér séu að
minsta kosti 677 vatnshverir og laugar, og af þeim hefir hann sjálf-
ur skoðað 624. Og þó eru brennisteinshverir, leðjuhverir og loft-
holur eigi með í þessari tölu, en af þeim er til hinn mesti sægur,
miklu fleira en af vatnshverunum.
Hér veröur slept að minnast á einstök atriði í ritgerðum þess-
um, enda býst eg við að fá tækifæri til þess seinna. Þó vil eg geta
þess, að eg tel það nokkurn galla, að margar hæðir eru mældar í
fetum en ekki í metrum, og siga ritgerðirnar að þessu leyti sam-
merkt vlð hina nýju Islandslýsingu eftir sama höfund, sem bók-
mentafélagið er að gefa út.
Þ. Þ.