Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 78
270
Efnisk enningin nýja.
sömu hleðslu rafmagns meðferóis. Því næst ákvað hann
hraða geislanna og sýndi, að hann er með vaxandi loft-
þynku þetta frá 2000 og upp í 100,000 km. á sek. Bec-
q u e r e 1 hinn frakkneski og frú C u r i e, sú er mest hefir
fengist við rannsókn á radíi1), helsta geislandi efninu, er
vér enn þekkjum, fundu að hraði kaþódugeislanna er alt að
150,000 km. eða alt að helmingi af hraða ljóssins.
Þegar búið var að finna rafmagnshleðsluna og hraða
geislanna, fóru menn að reyna að finna út efnisgnægð
(masse) smáagna þeirra, er geislarnir bárust með, og kom-
um vér þar að dásamlegustu tilraunum. Yar það maður
að nafni R. T. W i 1 s o n, lærisveinn Thomsons, er eink-
um fékst við þetta. Hann bjó til mjög svo mismunandi
efnisþokur inni í hylkjunum og athugaði, hversu þeim slægi
niður. Hafði hann komist að raun um, að í hverjum
þokudropa var ein rafeind, sem dropinn myndaðist
utan um, og gefur það manni hugmynd um. hvernig þrumu-
skýin verða til á himnínum. Síðan taldi hann blátt áfram
dropana eftir því sem þeim sló niður, og þegar því var
lokið, vissi hann hve margar rafeindirnar voru. Því að
þær voru jafnmargar og droparnir. En þá mátti reikna
út efnisgnægð rafeindanna. Þetta tókst próf. Thomson á
hendur og sannaði hann því næst útreikning sinn með
nýjum tilraunum, er nú hafa verið prófaðar á öllum höf-
uðbólum vísindanna og reynst réttar.
En árangurinn af þessum tilraunum er sá, að það er
nú talið fullsannað að til séu efniseindir, teljanlegar og
mælanlegar, en þó þúsund sinnum efnisminni en efniseind
sú, brint-eindin, sem hingað til hefir verið talin léttust og
smæst allra efniseinda. Og þessar eindir, sem þannig eru
fundnar, virðast vera minstu og frumlegustu eindir nátt-
úrunnar. Því að eins mismunandi og eindir »frum-
efnanna« eru að þyngd og öðrum eiginleikum, eins líkar
l) Sbr. hina eirfiarfróðlegu ritgjörð próf. Þorv. Thoroddsens i 1.
h. Eimreiðarinnar þ. á: „Vísindalegar nýjungar og stefnubreytingar nú-
tímans“ I, hls. 5.