Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 72
264
Efniskenningin nýja.
settar af hinum léttari. Var þetta svo lögbundið, að jafn-
vel Mendelejeff sjálfur gat sagt fyrir um eðli og einkenni
þriggja »frumefna«, er þá voru óþekt, en fundust síðar
og voru nefnd skandium, gállium og germanium. En þó
áttu nokkrir áratugir að líða enn, áður en menn fyndu
nokkrar vísindalegar sannanir gegn frumleik »frumefn-
anna« eða með öðrum orðum fyrir því, að frumefnin væru
samsett og sjálf til orðin.
Það er einn af hleypidómum þeim, sem menn eiga
svo erfitt með að losna við, að þeir hugsa sér alla jafna
efnið í náttúrunni eins og það væri aldauða og í sjálfu
sér óhreyfanlegt, eða með öðrum orðum, að efnispartar
þess geti ekki hreyfst af sjálfsdáðum. En í raun og veru
er ekkert kvikara en efnið. Ef vér gætum greint efnis-
agnir loftsins, myndu þær jafnvel í blæjalogni líta út eins
og hvirfilbylur óteljandi smáagna, er þytu fram og aftur
hver um aðra með mörg hundruð metra hraða á
sekúndunni. Og ef vér t. d. gætum greint í sundur sam-
eindir vatnsins, mundi hver vatnsdropinn líkjast einna
mest mýflugnahnappi, þar sem mýfiugurnar hringsóla hver
í kringum aðra, en þó með einhverju ákveðnu millibili.
Og jafnvel í steinhörðum gimsteininum mundum vér sjá
einhverja svipaða hreyfingu, ef vér að eins gætum greint
sameindir hans í sundur. Það hefir nýlega verið búið til
verkfæri, nokkurs konar auka-smásjá (ultramikroskóp), er
virðist sanna þetta. Sýnir hún í stækkaðri mynd efnis-
parta jafnvel liinna þéttustu málma, eins og gulls og pla-
tinu, á sífeldri hreyfingu. Það er þess vegna svo fjarri
því, að efnið sé aldauða og hreyfingarlaust, þótt ekki
hreyfist það úr stað eða færist um set af sjálfsdáðum, að
það er það sem kvikast er í náttúrunni, og svo að segja
hver efnisögn hreyfist með einhverjum þeirn sveifluhraða,
sem henni cr eiginlegur.
Nú vitum vér það úr efnafræðinni, að í hverri sam-
eind (molekúli) samsettra efna eru fleiri eða færri efnis-