Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 180
372
Ritfregnir.
angursefni foreldrunum ; d a g r í orðtakinu nú es dagr kom-
i n n só skapadægur Sigmundar. Þessari skjringu hygg eg naum-
ast verði komið í samræmi við orðalag og efnisþráð kviðunnar.
T 1 f i n g a ni ð r (í ð.er.) virðist eiga við sveininn (af 7. er. sést að Sigm.
er fjarri); orð hrafnanna eru feginslæti yfir árroða nýrrar hetjuald-
ar, er hefst með Helga; a n g r táknar það eitt, að móðirin með
barnið kennir óróa af hrafnagarginu, h ú n skilur það ef til vill sem
feigðarspá.
Með sömu nákvæmni kannar höf. hin hetjuljóðin. Einkum ber
honum margt eftirtektarvert á góma um Sigurð og Brynhildi. Æsku-
saga Sig. er sögð á gjöról/kan hátt í þeim tveim kvæðum, undir
ijóðahætti (A) og fornyrðalagi (B), sem samþætt eru í Rm. og Fm.
A grípur einnig yfir ljóðaháttarer. í Sdm.; það er gamalt kvæði í æv-
intýrastíl; ætt Hreiðmars er ómensk í eðli og bölvun gullsins meg-
in þátturinn. í B er efnið orðið umsteypt. í sálfræðiskendan hetju
ijóðastíl, Hreiðmarsættin er þar konungborin og hefndarhugsunin
aflþáttur kvæðisins — tekin að láni úr H H I ásamt fleiru er þar
að lýtur: Hundingssonum, sæförum Sigurðar o. fl. Onnur niður-
stöðuatriði höf. um fyrri hluta Sig.sögu eru þessi (bls. 126) : 1.
Brynhildr er í sumum kvæðunum mensk konungsdóttir, en í öðrum
er hún orðin valkyrja, sakir áhrifa frá Helgakviðunum og öðrum
valkyrjuskáldskap. 2. Sigrdríf og Brynhildr eru ein ogsama kona
(nema í Grípisspá). 3. í engu kvæði, þar sem viðskifti þeirra Sig.
og Brynh. annars eru rakin á enda, bindast þau heitum áðr hann
vinnur hana til handa Gunnari. En til voru yngri kvæði (Sdm. og
önnur sem nú eru glötuð), er drápu aðeins lauslega á samband
þeirra Sig. við Gjúkunga, en enduðu á heitorði þeirra Brynhildar.
Grípisspá ein lætur þau fyrst hafa heitbundist og Sigurð síðar
vinna hana til handa Gunnari. 4. Vafrlogi og valkyrjueðli þurfa
ekki að fylgjast að.
Hór er þess eigi kostur að rekja feril höf. nánar nó tína fram
það sem á milli kann að bera í einstökum greicum. Yfirleitt ferst
höf. fimlega í rökfærslu sinni. Hún ber þess vott, að hann er
maður fróður og glöggþekkinn á fornan aldarhátt, gjörhugall um
sálarl/f manna og smekkvís á fagurfræðileg efni.
Fyrir ritgerð þessa hlaut höf. doktorsnafnbót 23. apríl í vor.
B. B.