Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 91
Loftfarir.
283
fram með 170 hestöflum, enda varð hraðinn gríðarmikill,
sumir segja 15 st. á sek., og hefir enginn náð því, fyr
né síðar. Skrúfurnar mátti nú hreyfa bæði áfram og
aftur á bak, og breytt var til um stýrin. Aðal-hliðarstýr-
ið var nú gjört líkt og stýri á venjulegum hafskipum, en
til hjálpar höfð smærri stýri lóðrétt milli jafnvægisugg-
anna, sem ganga út frá hliðunum bæði að aftan og fram-
an. Hæðarstýrin voru 4, neðan til á báðum hliðunum,
framan og aftan. Hvert af þeim er gjört af fjórum flöt-
um, sem liggja lárétt hver upp yfir öðrum. Má svo halla
þeim alla vega til, og gjöra þeir þá sama gagn og þynn-
urnar á flugvélunum, og geta aukið lyftiafl belgsins um
margar vættir. Svo vel var urn belginn búið, að ekki
tapaðist meira af burðarafli við útgufun úr honum en
svo, að hitt nam meiru, hvað farið léttist, eftir því sem
olíg, eyddist til vélanna.
Zeppelin II. var fullgjör árið 1906, og þegar árið eft-
ir var Zeppelin III. smíðaður. Hann tók 15.000 ten.st.,
vó 230 vættir og lyfti 96 vættum auk þess þunga, og
hafði hreyfivélar með 220 hestöflum. Árið 1908 hlektist
þessu skipi á hjá Echterdingen, en nú var reynslan feng-
in fyrir ágæti þessara skipa, og stóð nú ekki á því, að
smíðaður yrði Zeppelin IV. Nú hefir þýzka ríkið tekið
við seinustu skipunum, og er unnið af kappi^að því, að
bæta þau á ýmsan hátt og smíða önnur ný og stærri.
Framan af treystu Þjóðverjar lítt á loftskipasmíð
Zeppelíns, en nú er skift svo um, að þeir tigna hann
eins og dýrling, og skutu þeir saman fé handa honum,
svo að miljónum skifti, til þess að hann gæti haldið áfram
smíðunum.
Þjóðverjar eru lengst komnir allra þjóða í loftskipa-
gjörðinni, en auk þeirra og Frakka fást allflestar af menn-
ingarþjóðum heimsins meira og minna við hana, og nota
flestir hálflina lagið með margvíslegum smábreytingum.
Áður en skilið er við loftskipin, verður að minnast
á eina tegund þeirra til, þótt ekki sé hún komin í gagn
ennþá.