Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 132
324
Staða og kjör fevenna.
mælt, að konur trúi þar á fleiri guði en karlar.*1) Al-
kunnugt er það, að jafnt í Evrópu sem Asíu eru konur
aðal-máttarstoð kirknanna og sækja þær mun betur en
karlar. Jafnvel »skynsemistrú« Frakka á stjórnarbylt-
ingartímunum átti meiri hylli að fagna meðal kvenna en
karla; þær héldu áfram að rækja hana eftir að karlmeun-
irnir voru farnir að gerast fráhverfir. Samtíðarmaður
kemst svo að orði: Aður sáust fleiri konur en karlar í
kirkjunum; nú er því eins háttað í musterum skynsem-
innar. 2 3) Nú á tímum heflr Taine *) þóst geta sýnt fram
á með tölum, að í París inni að eins 1 karlmaður af
hverjum 50 þá skyldu af hendi að skrifta og vera til
altaris á páskunum, og í sveitunum 1 af 12, en af kon-
um geri það tólfta hver í París og fjórða hver í sveitum.
í Kaupmannahöfn voru árið 1897 (eftir því sem sagt var
í dagblaði einu) 20,018 karlar til altaris en 49,305 konur.
I Lundúnum fóru samkvæmt nákvæmum rannsóknum í
hálft ár 16 % af öllum bæjarbúum yflrleitt í kirkjur og
af þeim voru fleiri konur en karlar. Amerískur heim-
spekingur heflr þóst geta sýnt fram á, að eðlismunur sé
á trúartilfinning ungra karla og kvenna af sama trúflokki;
hjá karlmönnunum beri meira á vilja og hugsun, hjá
konunum meira á ótta og tilfinningu um eiginn ófullkom-
leika.4 5) En enda þótt þetta stafl af einkunnum kvennlegs
eðlis, er engin ástæða til að ætla að slíkt geti eigi breyst;
af þessu má eigi draga þá ályktun, að konur hljóti ávalt
að trúa á það, er venjan heflr gefið gildi. Edvard von
HartmannB) álitur að konur hljóti annaðhvort að fylgja
þeim trúarskoðunum, er séu tíska, eða vera giftar trúleys-
ingja. Kona á eftir því að eins um tvent að velja, trú
‘) Spencer: The study of Sociology, Chap. 15.
2) A. Schmidt Pariser Zustande wahrend der Revolutionszeit. III.
Jena 1876 hls. 239.
3) La Regime Moderne II Paris 1894 bls. 148.
*) Starbuck: Psychology of Religion hls. 225.
5) Edv. v. Hartmann: Die Phanomenologie des sittlichen Bewusst-
seins hls. 521 ofr., og Rousseau og hans Filosofi hls. 141.