Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 136
328
Staða og kjör kyenna.
baráttu kvenna í Norður-Ameríku kemur þessi hlið máls-
ins fram á fagran og einkennilegan hátt. Þar kröfðust
konur eigi réttar síns fyr en hann var þeim nauðsynleg-
ur til þess að þær gætu gegnt skyldum sínum. Baráttan
fyrir auknu frelsi kvenna hefir sem sé, sögulega skoðað,
vaxið upp af baráttunni fyrir þrælafrelsinu. Amerískar
konur tóku þegar frá upphafi mikinn þátt í þeirri bar-
áttu. En réttur þeirra til að koma fram á opinberum
mannfundum sætti megnri og beiskri mótspyrnu, enda
þótt um svo mikilsvert og göfugt málefni væri að ræða.
Sú mótspyrna keyrði þó mest úr hófi fram á þrælafrelsis-
fundinum í Lundúnum (1840), þar sem konum þeim, er
sendar voru rakleiðis á fundinn frá Ameríku, var synjað
hluttöku, af því slíkt kæmi í bága við landssiðu og guð-
dómleg lög.1) Þetta varð tilefni til þess, að margar ágætis-
konur hófu baráttu fyrir auknu frelsi kvenna. — Annað
dæmi þessu til sönnunar er frísnesk kona, frú Jeannette
Schwerin (f 1899), er barðist mjög fyrir réttarfarslegum
umbótum á hag kvenna. Hún starfaði mikið meðal fá-
tæklinga, en varð löngum að leggja árar í bát, þá er hún
vildi hjálpa giftum konum, sem misþyrmt var af mönnum
þeirra, af því að lögin voru þeim öruggur bakhjarl. Þes&
vegna hóf hún baráttuna fyrir auknu sjálfstæði kvenna.2)
6. Þar sem því konur hafa bæði hæfileika,
r é 11 og s k y 1 d u til að starfa ásamt körlum að almenn-
um velferðarmálum, og til að þroska manngildi sitt á sjálf-
stæðan hátt, þá er eigi unt að útiloka þær frá kjörrétti í
neinni mynd. öll þau skilyrði, er þarf til að nota kosn-
ingarrétt, geta konur haft til að bera, engu síður en flestir
karlar, og eigi ætti þeim síður en körlum að vera það
hið mesta áhugamál, að opinberum málum sé vel stjórnað.
Það liggur í hlutarins eðli, að æfing þá og reynslu, er
konur nú skortir, geta þær eigi öðlast á annan hátt en
þann, að þær taki sjálíar þátt í opinberum málefnum.
Nú á tímum er þegar svo komið, að konur hafa talsverð1
*) History of Woman Suffrage I, bls. 55.
!) Jeannette Scliwerin zum Gedachtniss. Berlín 1899, bls. 25.