Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 53
Holdsveikissaga.
245
Edvald Johmen 37j lagði aftur á móti til 1873, að
bygð yrðu holdsveikrahæli einsog og í Noregi, þar sem
gerðar væru lækningatilraunir við þá, sem lítið væru orðn-
ir veikir. Eigi var þó neitt gert í þá átt.
Svo kemur Schierheck landlœJcnir og leggur fyrir þing-
ið 1893 frumvarp um stofnun spítala, en það var felt.
Holdsveikismálið fór nú að verða áhugamál ýmsra
góðra manna. Kaþólskir menn fóru að efna til samskota
til spitalastofnunar, líklega einkum fyrir tilstilli íslend-
ingsins, Jóns prests Sveinssonar í Ordrúp, en um sama
leyti stofnuðu Oddfellowar í Danmörku til samskota og
þeir voru það, sem bygðu spítalann 1897—98 og aihentu
hann svo landinu til einangrunar holdsveikum. Einangr-
unarlögin voru samþykt á Alþingi 1897, en staðfest af
konungi 4. febr. 1898.
Nú var þá loks komið það »Generalhospítal« eða lands-
spítali handa holdsveikum, sem Bjarni Pálsson landlæknir
vildi láta stofna í stað gömlu spítalanna, en eigi var fram-
kvæmanlegt þá.
Um uppruna islensku holdsveikinnar og út-
breiðsiu hennar i einstökum landshlutum eru frá-
sagnirnar mjög óljósar. Það verður í raun og veru alls
ekkert sagt um það með neinni vissu, hvaðan oss hefir
boi'ist þessi sjúkdómur. Flestar tilgátur fara í þá átt, að
hann hafi Tcomið liingað frá Noregi og þá líklega vestan-
fjalls. Eins og kunnugt er voru miklar verzlunarsamgöng-
ur milli íslands og Noregs lengi fram eftir öldum og þá
einkum við vesturströnd Noregs. Getgátur þessar eru
því ekki ólíklegar. En annars var holdsveikin orðin svo
afarútbreidd alstaðar á Norðurlöndum og í raun og veru
allri Norðurálfu á miðöldunum, að hún gat kcmið hingað
úr mörgum áttum.
Eins vita menn ekki með neinni vissu, hvar sjúkdóm-
urinn hefir fyrst fest rætur hér, sem heldur er ekki eðli-