Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 51
Holdsveikissaga.
243
ús Stephensen , sem ritaði eftirmæli aldarinnar og þar
meðal annars ágrip af sögu holdsveikinnar, ekkert á það.
Hann hefði hlotið að þekkja þær skýrslur, ef þær hefðu
verið til.
Steingrimur bisJcup Jónsson lét presta telja holdsveika
árið 1837. I skýrslum þeim, sem eru hér í Landsbóka-
safninu, vantar úr nokkrum sýslum, en Hjaltalín segir, að
holdsveikir hafi talist að vera 128*). Gjörir hann ráð fyrir
að prestar hafi slept fiestum limafallssjúkum, því almenn-
ingur hafi eigi á þeim tímum talið þá holdsveika.
Einkennilegt er það, að landlæknarnir í skýrslum sín-
um til heilbrigðisráðsins gjöra mjög lítið úr holdsveikinni,
láta sem hún sé stöðugt að minka.
Jón Thorstensen segir þannig 1836: »Holdsveiki er
sjaldgæf, en hittist þó við og við í einstaka manni«.36) Þetta
var rétt áður en biskup lét telja. Thorstensen ætlar og
að skýrsla þeirra prestanna sé of há. Eftir skýrslum lækna
segir hann að holdsveikir hafi 1847 verið 39, en sama ár
finnur Schleisner eða fær fregnir af 66 holdsveikum. Ætlar
hann að sú tala sé nærri sanni, en getur þess, að árinu
áður hafi fjöldi holdsveikra dáið úr mislingunum og gefur
þannig í skyn að veikin hafi verið miklu almennari fyrir
þann tíma.32)
Eins og menn sjá, voru þeir sinn á hvorri skoðun
Thorstensen og Hjaltalín um holdsveikina í landinu, ann-
ar áleit, að hún væri sí og æ í rénun, og hinn að hún væri
fremur að aukast. Annar áleit prestaskýrsluna telja of
marga og hinn of fáa. Sennilegast er að Hjaltalin hafi
haft réttara fyrir sér. Thorstensen varð og að játa að sjúk-
dómurinn hefði vaxið t. a. m. á Reykjanesskaganum.
Fann hann í Rosmhvalanesshrepp 19 sjúklinga 1846, en
1820 hefðu þar eigi verið nema 4.
1855 voru 78 holdsveikir i Suðuramtinu (Hjaltalín)31),
en þó vantaði skýrslur úr Borgarfirði, Rangárvallasýslu
og Skaftafellsssýslum og gerir landlæknir ráð fyrir að þar
séu allmargir.
1858 stendur í skýrslu Hjaltalíns til heilbrigðisráðs-