Skírnir - 01.08.1910, Síða 134
326
Staða og kjör kvenna.
útilokaðar frá. Enginn neitar þyí, að þær standi vel í
stöðu sinni. En tíminn einn getur sýnt, hvort svo muni
fara sem ýmsir ákaflr forvígismenn kvennfrelsisins ætla,
að ný öld renni upp, er leiði í ljós óþekt og ófyrirsjáan-
leg dásemdarverk. Það er líka óþarft að keyra eftirvænt-
inguna svo fram úr öllu hófi. Það hefir oft verið sagt, að
til þessa tima hafi konur ekki á neinu sviði afrekað neitt
það, sem ómótmælanlega sé afbragð, og þetta hefir verið
notað sem mótbára gegn því, að konum væri leyft að fá
aðgang að sjálfstæðum verkahring; en svarið liggur beint
við: slikur mælikvarði er ekki lagður á karla, þegar um
það er að ræða, hvort þeir hafi rétt til að þroska þá hæfi-
leika, er þeir finna hjá sér. Og flestir karlmenn mundu
illa staddir, ef ætti að mæla þá með slíkum algervis-
mælikvarða. Og þeir karlmenn eru víst teljandi, sem
mættu ekki þakka fyrir, ef andlegur þroski þeirra, bæði
að því er til skynsemi og mannkosta kemur, gæti jafnast
á við þroska annarra eins kvenna og Sofíu Germain,
George Sand eða George qm
Ekki er heldur nein ástæða til að taka undir með
þýska heimspekingnum ^), er heldur því fram, að konur
megi ekki gjöra neitt það, er unt sé að framkvæma án
þeirra hjálpar. Enda er ekki starfsvið karlmanna tak-
markað á þann hátt. Það mundi verða æði seinleg leit
hverjum einstakling, ef enginn mætti taka að sér nokk-
urt annað starf en það, sem enginn annar væri fær um.
Heilbrigð skynsemi bendir til, að eðlilegast sé, að sérhver
einstaklingur, konur eigi síður en karlar, leitist við að
gjöra sér ljóst, hvaða hæfileika hann hafi og hvað hann
sé hneigður fyrir, og velji sér lífsstöðu samkvæmt því.
Síðan verður reynslan að sýna, hvort valið hafi verið
rétt. Þess háttar val er ætíð áhætta. En sá vinnur ekkert,
sem engu vill hætta.
Eðlismunur, sem háður er varanlegum og óumbreyt-
anlegum lífsskilyrðum, getur aldrei horfið. En lítil lík-
') Lotze: Grundziige der praktisclien Philosopliie § 49.