Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 29
ísland gagnvart öðrum rikjum.
221
og íslands e f t i r Gamla sáttmála. Þar hefði hann ekki átt
að taka með samtíðá vitnisburði um það, sem
gerðist 1262, því að slíkt verður að telja meðal sögulegra
heimilda um viðburðinn, og má ekki setja það á bekk
með skoðunum »Pjeturs eða Páls« nú á síðari tímum. Að
því er snertir þessa samtiða vitnisburði hefur hann (á 79.
til 80. bls.) að miklu leiti stuðst við rit mitt »Enn um
upphaf konungsvalds« 42.—44. bls., enn getur þess þó
ekki, líklega af ógáti. Enn frá eigin brjósti bætir hann
við tilvitnunum í Árna biskups sögu, þar sem tal-
að er um »stjórn ríkisins á Islandi« og
»ríkisstjórn á Islandi« í brjefum, sem fóru
á milli Magnúsar konungs og Árna biskups, og Þorvarð-
ur Þórarinsson segir í brjefi til konungs, að »eigi verði
allhægt að stjórna ríkinu«. Leiðir hann af
þessu þá áliktun, að þeir konungur, biskup og Þorvarður
hafi skoðað Island sem ríki sjer. Enn sú áliktun finst mjer
mjög vafasöm, því að orðið r í k i s stjórn ( s t j ó r n a rik-
inu) getur á öllum þessum stöðum táknað stjórn als
Noregs konungs ríkis í heild sinni að meðtöldum skatt-
löndum, enn með sjerstöku tilliti til íslands. Allstaðar,
þar sem orðið ríkisstjórn kemur firir í norskum
lögum, er það haft í þessari víðtæku þíðingu (sbr. sjer-
staklega rjettarbót Hákonar hálegs »u m r í k i s s t j ó r n«
NgL. III. 51—52 og orðasafn Hertzbergs), og sínir það, að
þessi þíðing orðsins tíðkaðist við hirðina norsku. Mjer finst
því þessi skíring herra E. A. ekki vera alveg litlaus. I
4. kafla rekur hann aðdraganda viðburðanna 1262—1264,
og hef jeg fátt við það að athuga, enda kemur það flest
vel heim við það, sem jeg hef áður sagt um það efni.
Einkennilegt er það, að höf. segir hjer á einni bls.
flest hið sama, sem dr. J. Þ. hefur áður sagt á 32 blað-
síðum, um samband íslands við önnur lönd, þeim mun
gagnorðari er hann. í 5. kafla skírir höf. frá aðferð þeirri,
sem höfð var við lagasetning á þjóðveldistímanum, og þá
auðvitað líka 1262, og kemst í aðalatriðinu að sömu niður-
stöðu og jeg, að með laganímæli skildi fara eftir sömu