Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 22
214
„Þegar eg var á fregátnnni —!“
soðbollarnir segir máltækið. Eg hefi orðið að
slæða þ a n n upp úr voginum hérna, sem var mér fremri
um alt. — Þá lærði eg að þekkja vogsgreyið«.
Hann starði enn um stund út á voginn o^ þagði.
Loks þurkaði hann af sér tárin með vetlingslaskanum
sínum og það var eins og hann kæmi til sjálfs sín.
»Þú varst að spyrja hvað farið kostaði, lagsmaður. —
Það kostar ekkert«.
»Ekkert? — Hvaða vitleysa«.
»Ekki fyrst þú blotnaðir«, mælti Hrólfur og brosti, þó
að tárin stæðu enn í augunum á honum. Það eru gömul
lög hjá okkur, að ef ferjumaðurinn lætur farþegana
blotna, þó ekki sé nema í stórutána, þá hefir hann fyrir-
gert ferjutollinum.
Eg marg-lagði að Hrólfi að taka við peningum af
mér, en það kom fyrir ekki. Loks varð hann alvarleg-
ur á svipinn.
»Farið kostar ekkert, eins og eg hefi sagt. Eg hefi
skotið mörgum ferðamanni hérna upp í voginn og aldrei
tekið við eyrisvirði fyrir það. — En ef þú kemur í kaup-
staðinn okkar aftur og ef Hrólfur gamli verður þá i landi,
þá komdu við í Stíflunni og þigðu kaffi hjá karlinum —
svart kaffi með kandís, og brennivínslögg út í, ef þú get-
ur verið svo lítillátur*.
Þessu lofaði eg. Og Hrólfur gamli kreisti fast og í-
byggilega hönd mína að skilnaði.
— Við stóðum allir þrír á klöppunum, Múlabænd-
urnir og eg, og biðum þess að sjá, hvernig þeim Hrólfi
farnaðist út úr voginum.
Hásetarnir höfðu vafið saman seglið og sest undir
árar, en Hrólfur stóð framan við bitann og hélt um stýris-
taumana.
Þeir reru þó ekki, heldur héldu uppi árunum og biðu
lags. A meðan reið hver aldan annari meiri inn í vogs-
mynnið og velti hvítri brimhrönninni inn yfir skerin.
Hrólfur horfði fast á móti þeim, en beið rólegur eins
og veiðidýr, sem vakir yfir bráð sinni.