Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 168
360
Ritfregnir.
Minningarrit tuttugu og finim ára afmælis hins ev. lút.
kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi 1885—1910. Winnipeg
1910.
í sumar voru liðin 25 ár frá stofnun hins ev. lút. kirkjufé-
lags landa vorra vestan hafs. Þessa viðburðar hefir veriS minst
með sórstökum hátíðahöldum í sambandi við kirkjuþing þeirra hið
síöasta og með útgáfu sérstaks minningarrits.
Stofnun kirkjufólagsins vestra er og vissulega sá merkisvið-
burður, sem verðskuldar að hans sé minst nú, eftir liðinn fyrsta
aldarfjórðunginn, slíka þ/ðingu sem sá fólagsskapur hefir haft fyrir
alt andlegt líf landa vorra vestra. Allir kirkju- og kristindóms-
vinir hugsa þar eðlilega fyrst um hina beint kirkjulegu starf-
semi þessa fólagsskapar, og hvernig sem menn annars kunna að
líta á þá guðfræðisstefnu, sem þar hefir ráðið lögum og lofum upp
á síðkastið, þá er ómögulegt annað en dást að hve mikiö hefir
verið gjört þessi næstliðnu 25 ár fyrir kirkjumál Vestur-íslendinga,
til þess að sporna við því, að þeir glötuöu trú feðra sinna, og stuöla
að því, að kristna trúin mætti verða hiðmiklasameiningaraflþeirra
þar í dreifingunni og um leiö lyftiaflið í allri lífsbaráttu þeirra.
En með því að vinna að þessu sérstaka viðfangsefni hefir annað
áunnist um leið, sem margir munu telja enn mikilvægara, en það
er varðveizla hins íslenzka þ j ó ð e r n i s þeirra. Að landar vorir
vestra hafa varðveitt hið íslenzka þjóðerni sitt til þessa, er vafa-
laust ekki hvað minst starfsemi kirkjufólagsins að þakka. Og fyrir
þaö er öllum góðum íslendingum skylt að minnast þessa fólags-
skapar með hlýjum hug og þakklæti, eins þótt þeir kunni ekki að
meta sem ber hina beint kirkjulegu starfsemi fólagsins.
Þegar athugaðar eru allar ástæður, verður að telja framkvæmdir
kirkjufólagsins til þessa dags rótt ótrúlega miklar. Um það getur
hver sannfærst, sem les Minningarritið. Alls hafa t. d. 54 söfn-
uðir verið stofnaðir í sambandi við það. Þeir eru vitanlega ekki
stórir allir, sumir hafa lagst niður aftur og nokkurir nú á síðasta
árinu sagt sig úr lögum við kirkjufélagið ; en þegar þess er gætt,
hve mikið landflæmi það er, sem þessir söfnuðir eru dreifðir yfir,
og að kirkjufólagið hefir gert sitt ytrasta til að veita þeim prests-
þjónustu að einhverju leyt.i, þá er það eitt mikið verk, ekki fleiri
prestum en fólagið hefir haft á að skipa. Kirkjur hafa alls 30
verið reistar. Eiu þeirra, kirkja fyrsta lút. safn. í Winnipeg, er
líklega lang-veglegasta guðshúsið, þar sem ísl. guðsþjónusta hefir
nokkuru sinni verið flutt. Það hefir gefið út 5 tímarit, af þeim