Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 9
Þegar eg var á fregátunni —!“
201
»Haldið þér ekki, að ilt sé að lenda úti í Múlavogi?«
Hrólfur rétti sig upp og studdi hendinni á bakið.
»0-ho, fari það bölvað,« mælti hann. »Hann er land-
stæður og sjólítill. Og við komum þangað líklega á miðju
flóðinu.«
»Er það ekki krókur út af leið yðar?« spurði eg.
»Ekki skulum við fást um það. Við komumst okkar
leið fyrir þeim krók. Við erum vanir að hvíla okkur á
vog-skömminni, þegar við þurfum að róa.«
— Rétt á eftir kvaddi eg lækninn og rendi mér
ofan í bátinn. Maðurinn, sem á bryggjunni stóð, losaðí
stefnislínuna, kastaði henni ofan í bátinn og stökk sjálfur
á eftir.
Einn af hásetunum stakk árarhlumm í bryggjuna og
ýtti bátnum frá. Síðan var róið »undir vindinn«, dálítinn
kipp, en Hrólfur gamli setti fyrir stýrið á meðan.
— Seglið þandist út, báturinn hallaði sér mjúklega á
hliðina og rann í langan sveig. Það var eins og hólm-
arnir í hafnarmynninu tækju á rás fram hjá okkur.
Við stefndum beint út í opinn flóann. Úti við sjón-
deildarhringinn risu múlarnir, dökkbláir og sæbrattir, með
þykkan þokukúf á höfðunum. Þangað út var langur sjór.
Hrólfur sat við stýrið. Hann sat á bita aftur í skutn-
um, sem jafnhár var borðstokkunum, hafði sinn fótinn á
hvoru bandi og hélt stýristaumunum utan við lærin á
sér, sínum hvorumegin.
Eg var frammi við siglu hjá hásetunum. Við þekt-
um það allir af gamalli reynslu, að íslensku bátarnir sigla
betur, þegar þeir eru nokkuð framhlaðnir. Við lágum
allir fjórir út í vindborðinu, en samt »sauð á keipum« í hlé.
»Ef ykkur þykir ekki ganga, piltar, þá verðið þið að
leggja út árar — borgunarlaust,« sagði Hrólfur gamli og
glotti.
Við tókum gamanyrðinu vel, og mér fanst eins og
það færa mig nær karlinum, því að áður hafði mér staðið
hálfgerður stuggur af honum; gamanyrði eru jafnan eins
og framrétt hönd.