Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 47
Holdsveikissaga.
239
hluta 18. aldar, en nokkru oftar fyrri hluta 19. aldar,
er þeim fjölgaði í landinu. Frá þessum tíma finnast ein-
staka sinnum, en afarsjaldan þó, reikningar fyrir læknis-
fyrirhöfn eða meðöl.
Ekki eru neinar frásagnir til um það, í þeim gögn-
um, sem eg hef náð í, að sjúklingar frá spítölunum hafi
beðið um ölmusu, eins og leyfilegt var og alment gjört í
slíkum stofnunum erlendis. Þó er ekki ólíklegt, að það
hafi komið fyrir, því tilskipunin frá 1746 bannar þeim
ölmusubænir.
Ekki er þess getið, að sjúklingar hafi fengið brottfar-
arleyfi frá spítölunum til þess að heimsækja vini og
vandamenn. Hitt kom oftar fyrir, að venslafólk þeirra
heimsótti þá.
Rdðsmennirnir voru flestir bændur, líklega úr heldri
bænda röð, ef kostur var á, stundum lögréttumenn, einn
klausturhaldari, einn umboðsmaður. Það kom fyrir í öll
um spítölunum, nema í Sunnlendingaspítalanum, að sýslu-
menn höfðu ráðsmenskuna á hendi: Hrólfur Sigurðsson á
Möðrufelli, Vigfús Árnason á Hallbjarnareyri og Jón Is-
leifsson á Hörgslandi, og átti Jón biskup Árnason í mesta
stappi við hann út úr spítalanum. Nokkrir prestar urðu
spítalaráðsmenn (Grísli Þóroddsson á Klausturhólum, Einar
Hálfdánarson á Hörgslandi, Gunnlaugur Sigurðsson og
Jón »lærði« í Möðrufelli).
Eini lœknirinn, sem vildi verða spítalaráðsmaður, var
Sveinn Pálsson21). Hann sótti um Kaldaðarnesspítala 1802
og sótti það fast, en fekk hann eigi, hvort sem það hefir
nú verið vegna þess, að háyfirvöldunnm hafi þótt hann
yrði illa settur sem fjórðungslæknir eða af persónulegum
ástæðum.
Meðferð ráðsmannanna á fé spítalanna var ekki ætíð
sem best. Stundum komust þeir i skuldir við þá. Enda
kom það fyrir, að þeim var vikið úr stöðu sinni af þeim
ástæðum eða vegna ýmislegrar vanrækslu í starfi sínu.
En misbrestur vildi og stundum verða á fjárgæslu umsjónar-
mannanna og annara æðstu valdsmanna, t. a. m. Sigurð-