Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 129
Staða og kjör kvenna.
321
un og framför komandi kynslóða er fyrst og fremst komið
undir stöðu konunnar á heimilinu, bæði sem eiginlconu,
móður og systur, og áhrifum hennar á það. — Konan er
sá aflþáttur heimilislífsins, sem alls eigi má án vera.x)
I fyrstu var það líka eiumitt i því skyni, að konan
gæti betur en áður staðið í stöðu sinni sem eiginkona og móðir,
að raddir hófust í þá átt, að æskilegt væri að hún fengi
færi á að þroska hæfileika sína. Enda þótt hún taki eigi
þátt í beinlínis arðberandi vinnu, þarf hún þó að þroska
margskonar hæfileika til að geta fullnægt sem best stöðu
sinni sem stjórnandi allra beinna útgjalda í heimilisins
þarfir. Og til þess að geta fylgst með störfum manns
síns, og einkum þó til þess að geta uppalið börn sín sem
best, verður hún að vera eins vel að sér í bóklegum og
verklegum fræðum og unt er. — Hin mikilvægu áhrif er
konan hefir á heimilislífið og þar með á alla þroskun
mannfélagsins, í siðgæðum, þjóðmegun, trúarefnum og póli-
tik, heimta svo alhliða þroskun á öllum hæfileikum henn-
ar sem framast má verða.
2. Oviðráðanleg atvik valda því, að eigi geta allar
konur náð því eina takmarki, er mótstöðumenn kvenn-
frelsisins ákveða þeim. Misdauði karla og kvenna og einn-
ig fóiksflutningar eru orsakir þess að í Evrópu og austur-
ríkjum Ameríku eru fleiri konur en karlar. A Þjóðverja-
landi voru fyrir nokkrum árum 800,000 fleiri konur en
karlar. — I Massachusetts var munurinn árið 1880 yfir
66,000. I borgum eru konur að jafnaði miklu fieiri en
karlar; þær koma þangað fleiri utan af landsbygðinni. —
Yfir höfuð eru konur í meirihluta, einkum á eðlilegasta
giftingaraldrinum, milli tvítugs og fertugs. I Danmörku
voru árið 1901 meira en 60,000 fleiri konur en karlar;
á 20—40 ára aldri var munurinn 30,000. Það leiðir því
af sjálfu sér, að tala ógiftra kvenna hlýtur að vera há.
Einhverir vilja ef'til vill taka undir ’með þýskum þjóð-
megunarfræðing, er segir að allur þessi kvennagrúi sé
’) feldur úr stuttur^kafli.
21