Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 182
374
Kitfregnir.
eingöngu fyrir í orðtakinu »er engi maður í tigi til, nema —«
{ = þar getur ekki verið um annan að ræða). Undir orðunum
álmr, ármaðr, ámáttigr, húnn og laukr vantar þyðing-
arnar bogi, góðvættr, ofstopafullr (sbr. B.M.O., Tímar.
15), t e n i n g r, g r a s (eða g r ó ð r, Ysp. 4). Ófullnægjandi þ/ð-
ingar eru á fjöldamörgum orðum, er þurft hefði nánari skýringar
við, t. d. b r a g a r f u 11 (t o a s t), b r j ó s t k r i u g 1 a (b r o o c h),
herfjöturr (war-fetter). Skakt kyngreint er orðið h a n d -
v ö m m, kvk. fyrir hvk. flt. (sbr. J. Þ. Supplem. I). — Illa kanu
eg við að skipi sama hljóðstafnum tvö sæti í stafrofinu, eftir því
hvort hann er stuttur eða langur, því að sá er munurinn á a og
á (o og o o. s. frv.) í fornísi. Oðru máli væri að gegna um nfísl.
orðaoók. Ekki fer heldur vel á því að sleugja saman í eitt óskyld-
um orðum, t. d. skot (milli þils og veggjar) og skot (afskjótá)
Þrátt fyrir þessa óverulegu annmarka, sem eg hef greint dæmi
til, lýk eg hiklaust lofsorði á bókina og þakka höf. þessa drengi-
legu fyrirgreiðslu hans fyrir fornbókmentum vorum út á við meðal
stórþjóðanna.
B. B.
í>. Thoroddsen: De varme Kilder paa Island, deres fysisk-
geologiske Forhold og geografiske Udbredelse.
Svo uefnast 2 ritgerðir, er prófessor Þorvaldur Thoroddsen hefir
ritað um vatnshveri og laugar á Islandi i »Oversigt over det
kgl. danske Videnskabernes Selskabs Forhand-
linger 1910« No. 2 og No. 3. Með ritgerðúm þessum hefir höf-
undurinn, eins og hann sjálfur skýrir frá, safnað í einn stað at-
hugunum þeim, er hann hefir gjört við hveri á íslandi á rann
sóknarferðum sínum um landið; og til samanburðar og viðauka hefir
hann getið hins helsta, er komið hefir í ljós við hverarannsóknir
annara fræðimanna. Sumt af þessu hefir hann orðið að sækja í
gömrd íslensk handrit, sem ekkí hafa verið prentuð enn þá, svo
sem dagbók Sveins læknis Pálssonar.
Með þessu móti er þá hið helsta, er menn hafa vitað um
vatnshverina og laugarnar hér á landi, komið í eina bók, og á höf-
undurinn niiklar þakkir skildar fyrir það, því að áður var ekki
hlaupið bð því að vita, hvað rannsakað hefir verið af hverum hér
á landi, vegna þess að það var á víð og dreif um þann aragrúa