Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 64
256
Kolufell.
gat hann farið að spyrja hana spjörunum úr svona bráð-
ókunnuga.
Hann reyndi að sveigja samtalið að henni sjálfri, en
hann var klaufalegur og hún feimin og orðfá. Og samt
fann hann, að henni féll ekkert illa að ganga með hon-
um. Svo þegar þau komu út á Vesturbrú, kom það eius
og af sjálfu sér, að hann bauð henni inn á Vífil.
Hún afþakkaði fyrst og bar við tímaleysi. Honum
datt í hug að láta hana fara. En svo mundi hann eftir
því, að hann hefði einhvers staðar lesið, að kvenfólk vildi
altaf láta dekstra sig. Og svo var hann hræddur um að
hún kynni þá að halda, að hann hefði boðið henni inn
bara til málamyndar. Hann sótti því fastara á og hún
lét auðvitað tilleiðast.
Þau settust undir sóltjaldið fyrir utan, hvort á móti
öðru við lítið borð, og á auðan stól við borðsendann lagði
Signý böggulinn sinn og töskuna.
Ari fór að tala um Vífil og Tívólí, sem átti að opna
daginn eftir. En ókunnugleikinn var eins og múrveggur
á milli þeirra og lýsingin á öllum lystisemdunum i Tívóli
varð köld og Jitalaus. 0g áður en langt um leið var það
efni á þrotum. Þau höfðu drukkið kaffi og etið kökur, og
hann tók eftir því, að hún var farin að líta hornauga til
stólsins, þar sem taskan og böggullinn lágu.
Hann leitaði dauðaleit að einhverju skemtilegu sam-
talsefni. Loks duttu honum blöðin í hug og hann fór að
tala um kosningarnar til ríkisþingsins.
Hún jankaði hálfutan við sig. Svo seildist hún eftir
töskunni og fór að fitla við hana órólega.
Ari varð bálvondur út í sjálfan sig. Hún var að
stökkva frá honum fyrir helberan klaufaskap. Því hann
var viss um, að hún hefði gjarnan viljað sitja lengur, ef
hann hefði hagað sér eins og manneskja. En sú bölvuð
vitleysa líka að fara að tala um danska pólitík við unga
og fallega stúlku!
Honum sýndist ekki betur en að hún væri í þann
veginn að ætla að fara að búa sig til að standa upp.