Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 174
S66
Ritfregnir.
að nú eru þær í óða önn að safna örnefnum sínum og skíra þíð-
ingu þeirra.
Norðmenn riðu þar á vaðið. Arið 1896 veitti Stórþingið fje
til að safna öllnm norskum bæjanöfnum og gefa út rit um þau.
Hinn ágæti vísindamaður 0. Rygh hafði þá þegar safnað í eina heild
flestum norskum bæjanöfnum, og var honum falið að standa firir
þessu verki. Hann tók þegar til starfa, og leið ekki meira enn eitt
ár, áður hann hafði gefið út firsta bindi ritsins, sem ber nafn hans
og heitir »Norsk bæjanöfn« (Norske gárdnavne). Síðan rak hvert
bindið annað. Nú eru komin út 12 bindi auk sjerstaks formála
við ritið eftir O. Rygh og mun ekki liða á löngu, áður enn þetta
stóra verk er fullgert. Að vísu naut Rygh’s ekki lengi við, því að
hann dó laust firiraldaruótin, enn aðrir hæfir menn hjeldu þá áfram
starfi hans. Líka hafði Rygh skrifað langa ritgjörð um »mannanöfn
í norskum örnefnum« og aðra um »norsk áanöfn« og vóru þau rib
gefin út eftir dauða hans af K. Rygh. Hjer er þá unnið mikið og
þarft verk firir hina norsku þjóð, og þarf varla að taka fram, að í
því er einnig fólginn mjög mikill og margvíslegur fróðleikur firir
oss Islendinga.
Nærri má geta, að Svíar mundu kunna því illa að vera
eftirbátar Norðmanna í þessu efni, og fóru þeir næst á stað. Arið
1901 var skipuð 3 manna nefnd til að birja á verkinu og var einna
fremstur í henni málfræðingurinn A. Noreen, prófessor við háskól-
ann í Uppsölum, mesti ágætismaður. Nefndin kom sjer saman um
að ganga feti framar enn Norðmenn að því leiti, að ekki skildi
binda sig eingöngu við bæjanöfn, heldur safna óskorað öllum ör-
nefnum, sem til væru, og var þegar tekið til starfa. First var tekið
til rannsóknar ljen (o: amt) það er nefnist Álvsborglen og
vóru 10 menn sendir þangað til að safna nöfnunum, eins og þau
lifa nú á vörum alþíðu, og jafnframt var safnað eldri mindum nafr.-
anna úr fornum jarðabókum og skjölum. Síðan var þessu komið í
eina heild og nöfnin skírð af nefndinni eða eftir firirsögn hennar.
Árið 1908 vóru komin út 5 bindi um þetta eina Ijen. Jafnframt
hafa aðrir sænskir vísindamenn, svo sem Hellquist, ritað um önnur
örnefni.
í Danmörku er starfið enn ekki birjað firir alvöru, enn öflug
hreifing er þar f þá átt að fara að dæmi bræðraþjóðanna. Helstur for-
göngumaður þessa máls meðal Dana er prófessor Johannes Steenstrup,
einn hinn frægasti af sagnfræðingum Dana, sem hefur ritað allra
manna mest og best um dönsk örnefni.