Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 95
Loftfarir.
28T
vélar þessar geta haldið jaftivægi í loftinu, má taka al-
gengt og auðvelt dæmi: sé bréfspjald látið detta, fellur
það ekki lóðrétt niður, eins og t. d. steinvala, síst ef því
er haldið lítið eitt skáhalt áður því er slept; það hvarflar
meira eða minna út undan sér niður á gólfið og kútvelt-
ist margsinnis um sjálft sig á leiðinni. En sé einhver
lítilfjörlegur þungi festur við það, þannig að þungamiðjan
færist nær röndinni, svífur það rólega til jarðar. Þetta
er kallað svifflug. Eftir þessu tók Meerwein, er hann bjó
til flugvél sína 1782. Hann þandi striga yflr léttar tré-
grindur, hér um bil 12—15 □ m. að flatannáli. Lóðrétt
niður undan þessum sviffleti var léttur tágsveigur, og
hékk hann þar í sjálfur. Síðan lét .hann sveifla öllu á
stað og gat þá sviflð spölkorn áleiðis.
Þjóðverjinn Lillienthál (f 1896) festi vængmyndaðar
flugþynnur við handleggi sér og bringspeli. Með þessum
útbúnaði hljóp hann niður af háum hól á móti vindinum,
kipti svo að sér fótunum, er skriður var kominn á, og
hófst þá á loft. A þessari vél tókst honum oft að svifa
200—300 m., og hófu vindhviðurnar hann stundum hærra
upp en á móts við hólinn. Enda þótt það væri röng hug-
mynd hjá L., að nota vindinn einan til flugsins, hreyfi-
vélarlaust, þá vann hann þó fluglistinni ómetanlegt gagn
með tilraunum sínum, og oft heflr hann verið kallaður
faðir hinna nýrri flugvéla, er ganga fyrir hreyfivélum,
þrátt fyrir það að hann hafði megnustu ótrú á öllu slíku.
Flestum er það kunnugt um flugdreka, sem börn hafa
að leikfangi, að þeir geta lyft nokkrum þunga. Til þess
að halda drekauum uppi þarf annaðhvort talsverðau vind
eða það verður að draga hann hæfilega hart áfram, ef
logn er. Losni drekinn við taugina, svífur hann skáhalt
niður aftur, líkt og svifvélarnar. í stað taugarinnar mætti
hafa hæfilega aflmikla hreyfivél, og mundi þá drekinn
fljúga beint áfram, ef afl vélarinnar samsvaraði átaki taug-
arinnar. Þá er drekinn orðinn að flugvél, eins og þær
gerast nú, og verður vikið nánar að þessu síðar.