Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 19
Þegar eg var á fregátunni —!“
211
Hver aldan eftir aðra leið undir bátinn. Þær lyftu
honum hátt upp, eins og til að sýna okkur upp í brim-
garðinn. Svo seig báturinn hægt ofan í öldudalinn og
brimgarðurinn hvarf ásamt allmiklu af sjálfri ströndinni.
Aldan »tók það úr«.
Mér þótti það kynlegt, hve báturinn gekk litið, en
fekk brátt skýringu á þeim leyndardómi. Enn þá var
báturinn og alt sem hann bar — háður vilja Hrólfs
gamla.
Hann slepti vindinum úr stórseglinu og hélt bátnum
undarlega skriðlausum með því að snúa stýrinu sitt á
hvað. Hann stóð fyrir framan bitann og horfði hvast
fram eftir bátnum. Nú talaði hann ekki við sjálfan sig,
nú var hann ekki á »fregátunni«, heldur bátnum sínum.
Nú fann hann vel til þess, hvað á honurn hvíldi.
Eftir að hafa »beðið lags« dálitla stund, hleypti Hrólf-
ur aftur fullu skriði á bátinn.
Nú var stundin koruin — stundin, sem eg gleymi aldr-
ei, og líklega enginn okkar, sem þá vorum með Hrólfi. —
Það var ekki ótti, sem greip okkur, heldur eitthvað, sem
líktist áköfum glímuskjálfta. En hefði eg átt að ráða, þá
hefði verið lagt frá voginum í það skifti.
Hrólfur stóð óbifanlegur við stýrið, leit ýmist undir
seglið eða til hliðar við það, tugði tóbakið sitt fast og
skyrpti í ákafa. Nú bar miklu minna á kippunum kring-
um augun í honum, en áður hafði verið um daginn.
Rósemi hans hafði sefandi áhrif á okkur hina.
Þegar við nálguðumst voginn, reis allmikil alda fyrir
aftan okkur. Hrólfur gaf henni hornauga, spýtti við tönn
og glotti. Aldan hækkaði og hækkaði og náði okkur rétt
við vogsmynnið. Þá var hún orðin svo hvöss, að hún
var nærri því gagnsæ efst. Það var sem hún ætlaði að
hvolfa sér ofan i bátinn.
Á meðan eg horfði á hana, fanst mér báturinn súnka
niður, eins og sjónum væri kipt undan honum. Það var
útsogið. Aldan sogaði sjóinn undir sig. Rétt við borð-
14*