Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 125
Staða og kjör kvenna.
317
og hverra réttinda þær verða aðnjótandi. Það sem mestu
varðar, í þessu efni sem öðru, er að hnitmiða skyldur og
réttindi hvað við annað, þannig að manneðlið fái að njóta
sín og þroskist á sem hagkvæmastan hátt.
Þegar vér athugum eðli og kjör kvenna á ýmsum
öldum og ýmsum stöðum, verður fyrir oss næsta frábrugðin
vinnuskifting milli karla og kvenna. A lægstu þroska-
stigum, sem kunn eru, á engin vinnuskifting sér stað.
Hver einstaklingur bjargar sér af eigin ramleik eins og
best gengur, og æxlunin ein laðar karl og konu hvort að
öðru um skemri eða lengri tima.1) Þegar þarflrnar auk-
ast og vinnan fer vaxandi, sem inna þarf af hendi til að
viðhalda lífinu, þá leggur auðvitað hinn sterkari óþægi-
legustu störfin á herðar þeim, sem minni máttar er; kon-
an verður þannig fyrsti þrællinn. Hún er þá því nær
eingöngu metin eftir vinnuþreki sínu.2) Frá blautu barns-
heini er hún sett skör lægra en bræður hennar. Enda
þótt hún sé veigaminna kynið er henni þó í engu hlíft.
En þá er liún líka þróttmeiri en á síðari menningartimum.
Þannig ala Indíánakonur einatt börn sín öldungis hjálparlaust
og ganga jafnharðan að stritvinnu. Enda ætla sumir forn-
fræðingar, að stærðar- og orkumunur karla og kvenna
hafi upprunalega verið minni, en aukist er tímar liðu og
vinnuskiftingin breyttist.
Ný vinnuskifting kemst á, þegar þess er kostur að
leggja verstu stritverkin á herðar herteknum féndum, er
þegið hafa grið. Úr því eru innanhússtörf aðallega ætluð
konum; þær fá þá sérstakt starfsvið, og því hafa þær
haldið alt til þessa, með ýmsum afbrigðum eftir því hvort
fjölkvæni eða einkvæni átti sér stað.
') Westermark: Geschichte d. menschliclien ehe, hls. 218 ofr.
2) Th. Waitz: Die Indianer Nordamerika’s, hls. 99. — Pr. Miiller:
Allgemeine Ethnographie, hls. 161, 288 ofr. — Herhert Spencer (Princi-
ples of Ethics § 428) heldur því fram að meðferð kvenna sé sorglegasti
þátturinn í allri veraldarsögunni, og þó sé það hryggilegasta hvergi skráð.
Mannát og misþyrming hertekinna manna tiðkist ekki nema á stöku
•stað, en misþyrming kvenna alstaðar og ávalt.