Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 11
203
„Þegar eg var á fregátunni
ekki annað en bakið á breiðri öldu, sem báturinn hafði
riðlað á um tíma og seig þá ofan af. Ruggið var varla
teljandi, því að báturinn hallaðist alt af jafnt undan vind-
inum. Það var ekki annað en þægilegt kvik, sem gerði
manni rótt i skapi, — ólíkt dýfunum miklu, sem stóru
skipin taka.
Smátt og smátt fór að lifna yfir samtalinu hjá okkur.
Eiríkur reyndist skrafhreifnastur og hásetinn á þóftunni
skaut inn í orði við og við.
Samtalið hneigðist að Hrólíi gamla.
Við töluðum í hálfum hljóðum, svo að hann skyldi
ekki heyra til okkar. Raunar þurftum við ekki að vera
hræddir um það, því að svo var langt á milli okkar, og
stormurinn hlaut að orðin afsíðis. En menn tala alt
af lágt, þegar mennÆm um þá, sem þeir sjá á meðan,
þó að þeir séu að tala vel um þá.
Eg hafði varla augun af Hrólfi; og við það, sem þeir
sögðu mér af honum, smá-skýrðist hann fyrir mér.
Hann sat þegjandi, hélt um stýristaumana og ein-
blíndi fram undan sér, án þess að horfa á neitt. Það var
eins og hann fyndi það á sér, hvað stefnunni leið.
Það sem hásetarnir sögðu mér frá Hrólfi, var í stuttu
máli þetta.
Hann var alinn upp þar í kaupstaðnum og hafði aldrei
þaðan farið. Kotið, sem hann bjó í, stóð rétt við stífluna
í kaupstaðaránni og dró nafn af henni.
Hann stundaði sjóinn alt af þegar fært var; veiddi
hákarlinn á vorin, en þorskinn aðra tíma ársins. Hvergi
kunni hann við sig nema á sjónum. Ef hann komst ekki
á sjóinn, sat hann einn heima í koti sínu og gerði að
veið^færum sínum. Aldrei fór hann í eyrarvinnu, eins
og aðBr sjómenn, og aldrei fór hann í kaupavinnu.
Sönglandi fyrir munni sér og talandi við sjálfan sig dund-
aði hann í hjalli sínum, umhverfis naustið sitt eða kotið
sitt, tjörugur eða brílugur um hendurnar, stuttur í spuna,
ef einhver yrti á hann, og styggur í svörum, stundum
meinyrtur. Enginn þorði almennilega að koma nálægt