Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 75
Efniskenningin nýja. 267
koma í ljós stig af stigi, rétt eins og steypikúlur úr gló-
andi deiglunni.
Samt sem áður er nú ekki alls kostar hyggilegt að
reiða sig algerlega á það, sem lesið er í svo jifmiklum
fjarska eins og fastastjörnurnar lýsa, og er tryggilegra
að flnna einhverjar sannanir hér á jarðríki, ef vér eigum
að trúa því, að frumefnin geti orðið til.
En er nú nokkuð það fram komið, er geti stutt þá
tilgátu? Er það ekki fjarri öllum sanni, að menn geti
hugsað sér, hvað þá heldur sýnt fram á tilveru efnis-
einda, er séu margfalt smærri en þær, sem nú þekkjum
vér léttastar og smæstar? Lord Kelvin, sem líka var
mikill stærðfræðingur, gjörði sér leik að því að reikna út
stærð hinna venjulegu frumeinda efnafræðinnar. Komst
hann að þeirri niðurstöðu, að þær væru þetta frá 1 ;xp.—
0,1 ;x[x; en 1 jj.[x er 1000X1000. partur úr millimetra,
sem er aftur 1000. partur úr metra1). Próf. 0. E. M e y e r
fann síðar meðaltalið 0,2 ;j.;x fyrir efniseindir flestra frum-
efnanna. Gfeta menn nú hugsað sér öllu minni stærð en
VB úr 1000X1000. parti millimetra? En það á að vera
stærð venjulegra efniseinda. Hvað segja menn þá um
það, ef það er talið sannað, að til séu efniseindir, er séu
alt að þúsund sinnum minni en þær frumagnir, er taldar
hafa verið minstar hingað til? Ætli suma fari þá ekki
að sundla úr því?
En hugsum þá ekkert t'rekar um smæð þessara smá-
agna, heldur tökum eftir því, hvernig mannleg snilli hef
ir farið að því að festa hönd á þeim og gjöra þær svo
að segja teljanlegar og mælanlegar.
‘) Kynlegt er það, að sniJlingar þeir, sem bjuggu til islensku
heitin yfir metramálið, skuli hafa gleymt þvi lengdarmáli, sem er jafn-
titt í visindamáli eins og mikron og millimikron (;j.u.). En livað
skyldu þeir nú kalla það?