Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 178
370
Kitfregnir.
inn, að eriudin á undan henni og eftir sé ósamstæð, með því að
á hvorumtveggja staðnum er bersynilega að ræða um fyrstu sam-
fundi þeirra Helga og Sigrúnar. En sé lesmálinu slept og efnis-
þráðurinn rakinn út úr erindunum einum saman, ber ekki á nein-
um misfellum og það kemur í ljós, að þau eru öll úr sama kvæð-
inu, liðir í einni sérkennilegri heild, gjörólíkri H H I að eðli og
tilgangi, málblæ og atriðavali, og sjálfri sér samkvæmri frá upp-
hafi til enda. Með stakri smekkvísi og skarpskygui ber höf. bæði
þessi kvæði saman, kannar heildarsvip þeirra og einkenni í sér-
stökum greiimm, markmið, efnisval, geðblæ og orðfæri; enda ber
honum þar margt eftirtektarvert á góma, sem hér yrði of langt
upp að telja. En aðalniðurstaðan er þessi : Fyrra kvæðið ber gleði-
leiksbrag; þar hverfa svo að segja ástir þeirra Helga og Sigrúnar
í glitrið af viðhafnarmiklum lýsingum á hinni ytri dýrð hetjulífs-
ins. Þar segir frá fagurbúuum fylkingum og glæsilegum flctum,
frá djarfmannlegum siglingum og æstum orustum. Hvert afreks-
verkið rekur annað og frásögnin stefnir óðfluga að því eiriu, að
láta elskendurna ná saman sem fyrst og njóta síðan ástar og yndis
um langa lífdaga, við auðsæld og völd. Tálmanir þarf að vísu að
sigra áður en því takmarki sé uáð. En það gengur eins og í gam
anleik, sorgalaust, án þess nokkuð þurfi í sölurnar að leggja ann-
að en fó og hrausta framgöngu — og líf hvimleiðs biðils sem eng-
inn áhorfandi syrgir. Faðir Sigrúnar berst að vísu á móti Helga,
en þess er ekki getið að hann bíði bana. A bræður hennar er
ekki minst einu orði, hvorki þann, er láta varð lífið fyrir ástir
systur sinnar, né hinn sem lenti í örlagakreppunni milli systurást-
arinnar og eiðhelginnar annars vegar og hefndarskyldunnar hins
vegar. Ollum skuggaþungum skapadómum er á burtu svift. Efni
og tilgangur þess kvæðis er í stuttu máli lofgjörð hins glæsilega
og dáðrakka hetjuskapar, er vinnur sér að launum auð og lönd og
gott kvonfang. — í H H II blasir við oss alt önnur hlið á sögn-
inni, svipþung og átakanleg. Það er sorgarleikur. Þar lætur
skáldið sig ekki mestu skifta hið ytra, heldur hið innra, ekki at-
burðina sjálfa, heldur orsakir þeirra og afleiðingar í sálarlífi sögu-
hetjanna. Hann opnar oss sýn inn í huga þeirra og hjörtu og
lætur oss vera sjónarvotta að baráttunni, sem þar er háð, milli
ástar og ættrækni, milli heitfesti og heiftar, milli sorgar og gleði,
— sýnir oss alt þetta örlagaþrungna stríð, er dregur til dauða og
endar þó með sigri ástarinnar, sem öllu er yfirsterkari, jafnvel dauð-
anum. — I fyrra kvæðinu var Sigrún umfram alt valkyrja, yfir-