Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 115
Orkunýting og menning.
307
Ef vér berura manninn saman við dýrin, þá kemur
munurinn greinilegast fram í því, að hann, sem í upphafi
réð'ekki fremur en dýrin yfir annari orku en þeirri sem
fólgin var í líkama sjálfs hans, hefir smám saman tekið
hvers konar aðra orku í þjónustu sína, og hagnýtt sér
hana betur og betur. Það er aðalsmat’k hans. Þuö hefir
gert hann að drotni jarðarinnar.
Dýrin neyta ekki að neinu ráði annarar orku en
líkamsorku sinnar. A aldanna rás hafa líkamir dýranna
samið sig að æfikjörunum, myndað þau líffæri er hæfðu
umhverfinu, sem þau lifðu i. Ef umhverfið breyttist, urðu
lifnaðarhættir og líffæri að breytast í samræmi við það.
Að öðrum kosti var ekki lífvænt.
Maðurinn hefir farið öðru vísi að. Hann hefir ekki
lagað líkama sinn eftir því sem umhverfið breyttist, hann
hefir sniðið það eftir þörfum sínum.
Dýrin eiga sér ekki önnur verkfæri en þau sem lík-
ami þeirra er útbúinn, svo sem tennur og klær. Þau
verkfæri eru að vísu hæf til þess að vinna það sem þeim
er ætlað, en til annara starfa duga þau ekki. Maðurinn
einn hefir fundið upp á því að gera sér laus verkfæri.
Höndin er honum áhald allra áhalda, og hann getur því
valið og sniðið verkfærin eftir því sem við á í hvert
skiftið. Og af því verkfærin eru laus við líkamann, þá
eru þau ekki úr sögunni þó hann deyi. Erfiðið, sem gekk
til að smíða þau, fer ekki forgörðum.
Það var menningar vísir, þegar einn af forfeðrum
mannkynsins uppgötvaði það að hann gat fært út verk-
anasvið orku sinnar, með því að taka sér trjágrein í hönd,
og menningarauki var það, er annar fann að hann gat
látið orku sína verka marga faðma frá sér, með því að
kasta steini, og enn var það framför í menningu, er menn
lærðu að mynda odd og egg, og beita þeim. Og svo er
um hvert verkfæri og hverja vél. Menningarsagan er frá
þessu sjónarmiði annars vegar sagan um framþróun verk-
færa og véla, og hins vegar um það, hvernig ný og ný
orka var tekin í þjónustu mannanna, og nýjar vélar og