Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 122
Orkunýting og menning.
514
«n með ofbeldi. En á síðustu árum hefir margt það gerst
•er sýnir, að þjóðaréttur er að myndast og koma í stað
hnefaréttarins í ágreiningsmálum þjóða á milli. Það sýnir
meðal annars skilnaður Noregs og Svíþjóðar, sem og hitt
hversu Bulgaría varð konungsríki og ágreiningur við
Tyrkja jafnaður með fjárgjöldum. —
Loks skulum vér athuga almennasta og merkilegasta
verkfærið sem mannkynið hefir skapað sér, en það eru
vísindin. Þau eru til þess að vér getum þekt sem
nákvæmlegast og séð fyrir þá hluti er oss varða, og með
sem minstu erfiði. Eramfarir í vísindum eru því annars
vegar fólgnar í því að auka þekkingarforðann, og hins
vegar í því að gera meðferð hans auðveldari. En hvers
vegna viljum vér þekkja hlutina, hvers vegna viljum vér
geta séð fyrir hvað verða muni í hvert skiftið? Það
viljum vér vegna þess, að með þeim hætti getum vér
hagað athöfnum vorum svo, að fullnæging óska vorra
fáist með sem minstri áreynslu. öll menning hvíl-
ir því fyrst og síðast á vísindum og þau
m á telja hvorttveggja í senn, æðsta
blóm og dýpstu rót menningarinnar.
Visindin eru mannkyninu líkt og heilinn hverjum
manni. Þau safna hverri þeirri reynslu er að haldi má
koma. Og bækurnar eru minni mannkynsins, óháðar lífi
einstaklingsins sem notar þær i hvert skiftið. Þetta minni
er auðugra en svo, að nokkur einstaklings sál geti rúmað
alt það sem þar er geymt. Bókaforðinn er orðinn svo
stór og fjölbreyttur, að sérstaka vísindagrein þyrfti til að
átta sig á honum.
Vísindin vaxa þó jafnt og stöðugt. Hver fræðimaður
verður að styðjast við það sem aðrir hafa unnið í þeirri
grein er hann fæst við og leggur aftur sinn skerf til hins
sameiginlega fjársjóðs. Vísindamenn kynnast og meir og
meir, halda vísindafundi þar sem koma saman synir marg-
víslegra þjóða, og þannig eykst samvinna þeirra um heim
allan og bræðraböndin styrkjast.
Því meir sem vísindunum fer fram, því jafnari verð-