Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 186
378
Frá útlöndam.
þannig, að Rússakeisari var jafnfraœt stórfursti yfir Finnlandi. En
Finnland hafði sórstaka stjórnarskrá, og eftir henni er löggjafar-
valdið hjá stórfurstanum og finska þinginu, Finnland átti frá
fyrstu, efcir að það komst í samband við Rússland, óvenjulega
góðum kjörum að mæta, þegar litið er til þess, að það var tekið
með hervaldi. Það gekk inn í sambandið sem sjálfstætt ríki, að
ytra útliti sem undirgefið, en í reyndinni með ýmsum forréttind-
um. Einvaldur Rússa lót sór í Finnlandi nægja þingbundið vald.
Finnland fekk stjórn sína út af fyrir sig og Finnar fengu einka-
réttindi til allra embætta í landinu, hærri sem lægri. Landshöfð-
ingjaembættið var eina embættið, sem Finnar og Rússar höfðu
jafnan aðgangsrótt að. Finnar voru undanþegnir almennri land-
varnarskyldu þar til 1878, að hún var lögleidd, en þó með lóttari
kvöðum en hjá flestum öðrum þjóðum í Norðurálfu. Þar við bætt-
ist, að finski herinn var fram á siðustu ár í deildum út af fyrir
sig, sem stjórnað var af fiuskum foringjum, er skipuðu fyrir á
móðurmáli Finna. En sambandið við Rússland veitti Finnlandi
tryggingu út á við, svo að Finnar gátu gefið sig með óskertum
kröftum að innanlandsmálum sínum. Framfarir urðu miklar í Finn-
landi. En flokkadrættir voru þar altaf megnir milli Svía og Finna.
Þótt Svíar væru rniklu fámennari, hafði sænski flokkurinn verið
drotnandi í landinu alt frá því, er það var í sambandi vií Sviþjóð.
Þessar innbyrðis deilur hjöðnuðu þó að miklu leyti niður á síðustu
árum, eftir að Rússar tóku að þröngva kosti Finnlands.
Það var nú fyrir rúmum einum tug ára, skömmu fyrir alda-
mótin. Þá kom út boðskapur frá keisara, er braut stjórnarskrá
Finnlands með því, að hann veitti rússneskum lagafyrirmælum gildi
í Finnlandi án þess að þau væru borin undir finska þingið. Var
mikið um það rætt þá, og úti um Norðurálfuna spurðist þetta illa
fyrir; var Rússakeisara eitt sinn sent mótmælaávarp undirskrifað
af mönnum af ýmsum þjóðum. En lítinn áratigur hafði það.
Stjórnarskrá Finnlands var traðkað og þeir urðu að lúta ofbeldinu.
En meðan Rússar áttu í ófriði við Japansmenn, óttuðust þeir upp-
reisn í Finnlandi, og var þá það ráð tekið, að út var gefinn keis-
araboðskapur, sem ónýtti öll ákvæði, sem sett höfðu verið um Finn-
land til þess tíma án samþykkis finska þingsins.
Þetta friðaði Finna í bráð. En þegar kyrð komst aftur á eftir
ófriðinn, tók Rússastjórn þegar að færa alt, sem Finnland snerti,
j sama horf og áður, og nú er endirinn orðinn sá, að Finnland er
rsvift sjálfsforræði og innlimað í Rússland.