Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 46
238
Holdsveikúsaga.
rekin voru burtu fyrir frillulífisbrot. Ekki er getið að
þess konar brot hafi komið oftar fyrir, og var þó engin
aðgreining milli karla og kvenna.
Mjög var það oft erfitt, að fá þjónustur handa
sjúklingunum, einkum fyrst framan af, meðan menn voru
hræddir um sóttnæmi sjúkdómsins.
Þannig varð Brynjólfur Sveinsson16) að skora á Tóm■
ás Nikulásson, umboðsmann Hinriks Bjelke, »að skikka
einhverja kerlingu, sem fær er til og fær sitt uppeldi af
hreppnum til að þjóna þeim kreinktu fátæku í (Klaustur-
hóla-) hospítalinu og hafa þar fyrir sitt uppeldi, þvi þess
er stórlega þörf, en bæði hreppstjórarnir, bændurnir og
svo þessar keriingar finst svo mótviljugt, að utan því
komi alvarleg yfirvaldsins Bifalning til, þa verður ekki
út af nema skraf og bulldur, mas og mótmæli, sem al-
múgans gömul vanart er til« í4/11 1654).
Af sömu ástæðum var það »talfært« i lögréttu 1657
— og væntanlega samþykt, að »það hjóna sem sína maka
eiga í hospitalinu skyldist það hið heilbrigða til því sjúka
að þjóna, ef hospitalstilsjónarmaður svo vill heldur en
það þjóni hjá vandalai sum og enginn dyrfist því í for-
boði að halda«. Hið sama ákvæði var gjört um heilbrigð
börn holdsveikra foreld a. Áttu þessi skyldmenni að
veita þjónustu »fyrir ærlegt hald og tilbærilegt kaupgiald«
jafnt vandalausum sem venslamönnum og koma sér vel
við ráðsmanninn (81/3 1666) 18).
Við og við kom það fyrir, að holdsveikar konur voru
spítalaþjónustur, launaðar, meðan þær gátu stundað sitt
þjónustustarf, en urðu svo reglulegir »hospitalslimir« eins
og hinir þegar veikin versnaði.
Eftir stórubólu varð Jón Vídalín biskup sjálfur að
fara á stað til þess að útvega vinnufólk handa spítalan-
um í Klausturhólum, en árangurslaust, eftir hans sögu-
sögn24). Seinni hluta 18. aldar heyrast sjaldan kvartanir
um þess konar erfiðleika, enda var þá trúin á sóttnæmi
holdsveikinnar farin að dofna.
Lœknar komu sjaldan til spítalasjúlkinganna síðara