Skírnir - 01.08.1910, Page 41
Holdsveikissagan.
233
þá skyldu slælega, enda höfðu þeir í mörg horn að líta.
Loks 1824 voru þeir leystir af þeim starfa. Þótt afskifti
þeirra af spítölunum væru fremur lítil — að Bjarna und-
anteknum —, varð þessi breyting síst til bóta. Því þótt
þeir hefðu að vísu eigi umsjón spítalanna á hendi, var
þó við og við tekið tillit til tillagna þeirra.
Á síðari helming 18. og fyrstu árum 19. aldar
voru að vísu fleiri sjúklingar í spítölunum en fyrri-
part 18. aldar, en svo fór þeim heldur að fækka, enda
oft nokkuð synjað móttöku, þótt nóg væri húsrými og
fjárhagur þeirra farinn að verða sæmilegur.
Brynjólfur biskup ætlaðist auðsjáanlega til upphaflega
að vel færi um sjúklingana og að húsakynnin yrðu góð,
en af úttektarskýrslum frá fyrri hluta 18. aldar sést það
greinilega, að það hefir verið öðru máli að gegna. Lítil
voru þau þá og loftlítil, lekasöm og oft köld. Að vísu
var skipað fyrir í tilskipun konungs 1746, að svo mætti
ekki vera, en lítið lagaðist það, og má sjá það á lýsing-
um landlæknanna.
Þannig segir Bjarni Pdlsson eftir skoðunargjörð sína
á Eyrarspítala í bréfi til Magnúsar Gíslasonar amtmanns
(8% 1763):
»Ach Jammer! Vi flatteres af Navn af Hospitaler,
men Renten höster vi ikke . . . Huset de lever i Er det et
œrligt Lamhhus, Siobud eller endelig Bœiarskále. Kort sagt
for mig som medicus loci er det en Ælendigheds Ælendig-
hed at se paa saa Husene, saa Mennesker der er indrömmet
i dem som memhra hospilitatis og re vera hurde saaledes
handles, men disse lœgges ind som Slaverne i evig Fœng-
sel . . .«
Jón Sveinsson segir um 30 árum síðar, að það séu
skítugir, saggafullir moldarkofar, sem holdsveikum sé troð-
ið inn í án hæfilegra meðala, matarhæfis eða hirðingar,
svo að hinir veiku líkamir rotni upp lifandi.
í sambandi við þetta nefnir hann ýms klækibrögð
til þess að svíkja spítalana á fiskhlutunum: 1) Ef lítið
aflist, sjái menn um, að hlutur komist ekki upp í fimm