Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 133
Staða og kjör kvenna.
325
manns síns eða prestanna. En velji hún trú manns síns
eða giftist yflr höfuð manni, sem heflr aðra trú en hún
er uppalin í, hlýtur skynsemi hennar að hafa haft hönd í
bagga í valinu; hún hlýtur þá að hafa hæfileika til að
vaxa upp úr því, sem í fyrstu reisti þroska hennar skorð-
ur; og því skyldi hún þá ekki geta orðið sjálfstæð í trúar-
skoðunum sínum í hvaða átt sem þær hneigjast? Sami
höfundur lítur svo á, að sakir þess hversu skarpsýnar
konur séu á hið einstaka og sérkennilega bæði um menn
og málefni, þá séu þær óhæfar til að athuga og meta
mál frá sjónarmiði algildra og almennra reglna. Hann
telur þær því að vísu hæfar til inálflutningsstarfa en ekki
til dómarastarfa. — Enda þótt nú svo væri, þá er það
talsverð framför, ef konur verða taldar til þess færar að
vera málaflutningsmenn. Margir eru þeir karlmenn, sem
ekki eru færir um að vera dómarar, og þeir hafa tímarnir
verið, að konur þóttu þvi ekki vaxnar að bera vitni, eða
þá að vitnisburður þeirra hafði að eins hálft gildi á við
vitnisburð karlmanns! Yerkahringur kvenna hefir um
langan aldur verið bundinn við heimilið og líf fjölskyld-
unnar, þar sem persónulegu hliðarnar á öllum vandamál-
um sitja eðlilega i fyrirrúmi fyrir hinum, sem ópersónu-
legar eru og fjarlægari, og hefir það vitanlega haft áhrif
á hugsunarhátt kvenna. Hjá karlmönnum, sem aldir eru
upp á líkan hátt og við lík kjör, mun sama einkenni koma
fram. Og þessi skarpsýni á séreðli manna og atburða,
sein notuð heflr verið til niðrunar konum, er að hinu
leytinu stór kostur, sem getur komið að miklum notum í
daglegu lífl. Stuart Mill segir um konu sína: Mest áhrif
hafði hún á andlegan þroska minn vegna þess, hve réttan
skilning hún hafði á hlutfallslegu verðmæti mismunandi
skoðana. 2) í hverju sem að höndum ber i lífinu, er ávalt
þörf á þess háttar réttum skilningi, og hann er ekki tíður.
4. Raun hefir þegar borið vitni í þessu efni, því kon-
ur starfa nú á mörgum sviðum, er þær áður fyr voru
‘) Post: Die Grundlagen des Rechts hls. 451.
4) Levned. Dönsk þýðing, bls. 256.