Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 113
Orkunýting og menning.
305
orku, eins og vér höfum séð, en þegar vatnsflöturinn er
orðinn jafnhár alstaðar, getur vatnið ekki drýgt erfiði
lengur, því af sjálfu sér kemst það ekki úr jafnvæginu,
þegar það er einu sinni komið í það. — Rafmagn streymir
ekki frá einum líkama til annars, nema rafmagn þeirra
hafi mismunandi þenslu. Rýmis-orka drýgir ekki erfiði
meðan þrýstingur er alstaðar jafn. Verði einhverstaðar
bilbugur á, getur hún breyzt í erfiði. — Tveir menn sem
togast á þokast hvergi úr sporum, meðan ekki kennir afls-
munar, en þverri orka annars, kemur brátt hreyfing á.
Stigmunur er því nauðsynlegur til þess að unf sé að
breyta einni orku i aðra, og þar sem hann er horfinn, er
orkan bundin, og losnar ekki aftur af sjálfri sér. Nú er
það svo, að sérhver orka breytist fyr eða síðar í hita, en
hitinn dreifist, streymir frá heitari hlut til kaldari, unz alt
hefir fengið sama hitastig, en þegar svo er komið, er
notagildið 0. Það er t. d. engin smávegis orka sem neytt
er til þess að knýja hin miklu hafskip yfir höfin. Hún
breytist í hita, sem dreifist um sjóinn og engin tök eru á
að breyta aftur í aðra orku.
Af þessu leiðir, að þótt orkuforðinn haldist óbreyttur,
þá minkar þó sá hluti orkunnar, sem nýtilegur er, þ. e.
óbundinn. Hita-dreifingin er sá feigðarós, sem allar lindir
orkunnar streyma að. Alt jafnar sig þar, en jöfnuðurinn
er dauðinn.
Á jörðunni mundi sakir hita-dreifingarinnar fyrir æva-
löngu helfjötur kominn á alla orku, ef hún fengi ekki
3töðugt nýjar birgðir óbundinnar orku 5með sólargeislun-
um. Vér höfum séð hvernig jurtir og dýr fá orku sína
þaðan, en nálega öll önnur orka, er mennirnir færa sér í
nyt, er og frá sólinni runnin. A steinkolin höfum vér
minst, en vindafl og vatnsafl er og sólarættar, og þar
með hver sú orka, er þeim verður breytt i. Sólin hitar
ioftið misjafnt, loftið þynnist er það hitnar, og létti3t því
og stígur, en kaldara loftið fellur að þar sem hið heitara
víkur; af því verða vindar. Sólarhitinn breytir vatninu í
gufu, hún stígur í loft upp, kólnar þar, þéttist og verður