Skírnir - 01.08.1910, Síða 151
Tveir hellar í Hallmundarhrauni.
343
Vaðgelmir (Reginsm. 4. v.) og H v e r g e 1 m i r
{Grímnismál 26. v. [B.].* 1)
0 p i ð. Hellirinn hefir vafalaust verið kunnur þegar
á fyrstu öldum, á það bendir strax nafnið, sem er svo
einkarfornlegt, en þó einkum það, að hann er landamerki
milli landareigna jarða tveggja. Enda er op hans ekki
neitt smásmíði, er lengi geti dulist þeim, er oft ganga
þarna um hraunið, t. d. við smalamensku eða þess háttar.
Opið hefir myndast þannig, að loft hellisins hefir fallið
‘) Það er ekki öldungis fráleitt að *-g e m 1 i r kunni að hafa
hreyztí -g e 1 m i r og sé samstofna við gamall (sbr. gemlingur og gelmingur),
en mér þykir næsta ólíklegt, að sú merking, sem orðið gamall hefir nú og
hefir haft svo kunnugt sé, felist í þessu orði, -g e 1 m i r, eða þessum
þremur nöfnum. Séu orðin samstofna, þykir mér líklegra að einhver
merking skyldari þeirri sem er í v e t u r felist i orðinu *-gemlir
(<-gelmir?), — þvi að svo virðist sem orðið gamall sé samstofna við
hið indogerm. orð ghiem (sbr. hiems á lat. og gam á írsku) og merki
upprunalega (líkt og aldraður af aldur, sbr. annosun, gamall, á lat.
af annus, ár), veturgamall eða nokkurra vetra; sbr. íslenzku orð-
in gemlingur (gemsi) og gemla, um veturgamlar kindur. Hugtakið kuldi
gæti bet-ur átt við í öllum þessum þremur nöfnum (á uppsprettunni, ánni
og hellinum), en hugtakið kuldi má ætla að jafnaa hafi fylgt orði sem
merkti vetur. Samstoina við hið indogerm. orð *ghiem (*ghim), —
stofninn er 'ghiom — eru grisku orðin ^twv, snjór, og ystij.MV,
vetur, og himá — í sanskr., kuldi; snjór.
I norsku kemur fyrir nafnorðið gjelming (væri á isl. *gelmingr;
einnig gjölming) og merkir afþiljað herbergi; einnig sagnorðið gjölma,
sem merkir að afþilja, þilja í sundur. I norsku kemur og fyrir orðið
gimling, sem merkir þil, milliveggur, mun það vera sama orðið og
gjelming, en hefir ef til vill fengið þessa mynd, af þvi að því hefir
verið ruglað saman við orðið gjömling sem merkir rökkur, af gjömla,
dimma, rökkva. Orðið -gelmir kann að standa i einhverju sambandi við
gjelming, því að orðmyndirnar eru svipaðar, og svipaða merking og
þá, sem það orð hefir, má vel ætla að orðið -gelmir hafi haft, ekki
sizt í hellisnafninu, því aö hellirinn er sem þiljaðnr sundur framan til
af þverpallinum og viðar. Uppruni þessa orðs er mér ókunnur, en forn
mun stofninn vera. — Eins vel má ætla að -gelmir sé samstofna við
norsku orðin gjömling og gjömla, er nú voru nefnd og með svipaðri
merkingu, eins og það sé samstofna við gamall; væri þá merking þess
ekki heldur óeðlileg i hellisnafninu og jafnvel ekki í hinum nöfnunum.