Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 84
276
Loftfarir.
Renard hafði veitt því eftirtekt, fyrstur manna, að
aflangir hlutir missa jafnvægið og taka að sveiflast, þegar
þeir hafa náð ákveðnum hraða á leið sinni gegnum loft-
ið. Til þess að gjöra við þessu gjörði hann á skipið jafn-
vægisþynnur, eða ugga, sem lágu láréttir meðfram hliðum
belgsins. Framan af vissu engir hvað þetta átti að þýða,
því að R. hafði leynt uppgötvun sinni. Þeir félagar reyndu
nú loftskipið 3 884. Hraðinn varð meiri en nokkur hafði
náð áður, 6V2 st. á sek., og í 5 skifti af 6 tókst þeim
að stýra skipinu svo vel í stóran sveig, að þeir lentu aft-
ur á sama blettinum, sem þeir fóru frá.
Þarna var þá komið loftskip, sem mátti
s t ý r a ; því varð ekki mótmælt. En það var ekki ein-
hlítt. Það þarf ekki að vera hvast til þess, að vindhrað-
inn sé 6^/2 st. á sek. Móti þeim vindi komst loftskip
þetta ekkert, og væri hvassara, hlaut það að hrekja.
Þetta hreyfiafl (rafmagnið) datt því úr sögunni, en önnur
áhöld, sem óefnilegri þóttu í fyrstunni, urðu ofan á; það
voru steinolíu- og benzín-hreyfivélarnar.
Þjóðverjar tveir, Baumgarten og Wölfert, höfðu fyrst-
ir manna smíðað loftskip með benzínvél árið 1883. Wöl-
fert fekst við tilraunir á slíkum skipum, unz hann beið
bana af því 1897. Vélin hafði verið of nálægt belgnum,
og kviknaði því í gasinu, sem úr honum streymdi; alt
loftfarið fuðraði upp og steyptist til jarðar.
Mesti garpurinn af öllum loftförum, fyr og síðar, er
líklega Santos Dumont, Brasilíumaður, búsettur í París.
Hann var auðugur maður, og tók upp á því, að smíða
loftskip, þótt hann þekti lítt eða ekki til loftferða. Fyrstu
loftförum hans var og mjög ábótavant, og ónýtti hann
þau hvert af öðru, en smíðaði jafnharðan önnur ný með
nýju lagi og nýjum umbótum. Alls hefir hann gjört ekki
minna en 15 loftför, sem reynd hafa verið, auk allra
þeirra, er ekki komust svo langt. Fífldirfska. hans, snar-
ræði og þolgæði við tilraunirnar voru alveg dæmalaus.
Enginn hefir farið aðrar eins glæfrafarir og hrakfarir.
Hann lenti á trjám og húsum, svo að alt gekk af göflun-