Skírnir - 01.08.1913, Side 16
508
Púkinn og fjósamaðurinn.
að vera mesti kvennabósi, sem engin stúlka væri óhult
fyrir. Honum voru eignuð ein 5—6 önnur börn, sem
fæddust það árið i reiðuleysi. »Svínið að tarna!« sögðu
kerlingarnar.
Sagan endar á því að ný vinnukona frúarinnar,
sem upphaflega hafði skapað Putois í vandræðum sínum,
kemur inn og segir að maður í vinnufötum geri orð eftir
henni og vilji tala við hana. »Hvað heitir hann?« »Putois«.
Frúin bað stúlkuna að spyrja hvað hann vildi, en þegar
hún kom fram aftur var hann allur á brott. Frá þeim
tíma fór frúin líka að hugsa að óvíst væri nema Putois
væri til og að hún hefði ekki logið honurn upp. —
Eg veit það vel, að önnur sagan er þjóðsaga en hin
skáldsaga, en það sem þær herma er svo sennilegt, að
margt heflr gerst ólíklegra. Saga trúarbragðanna og goða-
fræðin gætu nefnt mörg slík dæmi. Sumir guðir hafa í
fyrstu ekki verið annað en nafnið tómt, alveg eins og
Putois. Svo hafa þeir smám saman magnast við það að
talað var um þá eins og þeir væru til. Og því fleiri sem
á þá trúðu, töluðu um þá, ákölluðu þá og færðu þeim
fórnir, því voldugri urðu þeir, því víðar birtust þeir og
létu til sín taka. Ymsar verur, sem trúað hefir verið að
byggi í lofti, jörð eða sjó, eru runnar af misskilningi á
einhverju orði, eins og fuglinn »Sút«, sem segir frá í Þjóð-
sögunum, átti tilveru sína að rekja til orðanna »sút flaug
í brjóstið inn«, í Passíusálmunum. En eins og púkinn í
fjósinu hans Sæmundar fróða horaðist með hverju dægri
sem hann var ekki nefndur á nafn, þannig hefir og farið
ýmsum guðum, og ýmsum þeim verum sem áttu orðun-
um einum upphaf sitt að þakka. Vér trúum nú ekki á
Þór né Oðinn né aðra guði forfeðra vorra. Hvers vegna?
Vegna þess að hætt er að segja af þeim nýjar sögur.
Þeir voru til og máttu sín mikils meðan um þá var talað
með lífi og sál, en þeir dóu út þegar nýir guðir komu til
sögunnar, sem meira var um talað, og nýjar sögur sagðar
af. Um leið og þeir »voru úr sögunni«, voru þeir ekki
lengur til.