Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1913, Page 54

Skírnir - 01.08.1913, Page 54
246 Nútima hugmyndir um barnseðlið. Jafnvel í svo stuttu raáli gera skýr börn stundum verulegar villur. Eitt segir innbrotið hafa gerst í n ó 11, á L a u f á s v e g i, sem hvorttveggja er rangt. Annað að spellvirkinn hafi verið v e 1 b ú i n n, þriðja að brotist hafi verið inn i n r. 2 0, en hvorugt það var nefnt. Hér eru ósannindi í byrjun, þótt engin hvöt valdi, heldur einungis ónákvæm eftirtekt. Vitanlega breytist sagan tiltölulega þvi meir sem hún er oftar sögð, og eru myndbreyting- arnar eftirtektai’verðar. Ef sagt er frá slysum og mann- tjóni fjölgar sífelt særðum og dauðum. Skaðinn er hafinn i annað veldi. Sama villa hendir fullorðna menn þó að sjaldnar sé. Þannig telst réttarfræðingum svo tii, að 25°/0 af öllum vitnaframburði séu ósannindi, jafnvel þó að vitn- in ætli að segja satt. Það eru óafvitandi ósannindi; þeim veldur ónákvæm eftirtekt, og ímyndunarafl, sem ræðst inn á svið skynseminnar. I börnum er ímyndunaraflið frjótt og skapandi; hvert atvik, heyrt eða séð, vekur skammlíf, virkileikaleg hugsanasambönd, svo að hverful draumsjón verður sögumanninum, eftir eigin dómi, að fullum veru- leika. En að sama skapi sem ímyndunaraflið er máttugt ;i börnum, eru bönd þau, sem halda því í réttum skorðum i vel þroskuðum mönnum, varla hálfmynduð; þau vantar .þekking, dómgreind, stilling og virðing fyrir siðlegum lög- um. Rangminni er þannig ein af uppsprettum ósanninda. Uppeldið þyrfti að búa menn til varnar móti þessari meðfæddu breytingahneigð, ef unt væri. Heizta þekta ráðið er athugunarkensla, æfing i að skoða gaum- gæfilega, bera saman likt og ólíkt í eðli og útliti liluta, festa myndina í huganum. Við samathuganir og saman- burð lýsinganna læra börn og menn varfærni, reyna að alla getur hent að fella úr eða auka við óafvitandi. Þann- ig lærist flestum smátt og smátt að halda stöðugt höndinni á lífæðinni, að vera á verði móti sínu eigin imyndunar- afli, að það breyti ekki og bylti hugmyndunuin, svo að sannleikur verði að villu. Aðrir ófullkomieikar loða við minni manna. Flestir -eru ekki jafnvígir á alt, hafa sérsvið þar sem minni þeirra

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.