Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1913, Side 74

Skírnir - 01.08.1913, Side 74
266 Heimur versnandi fer. heitu landarma, og létu loft og sól leika um bert hörund- ið, en nú vefja menn sig klæðum, sem veikja húðina og rýra mótstöðukraft likamans gegn kulda og ýmsum sjúk- xlómum. Börnin eru þvinguð til að sitja á skólabekkjunum í óhollum skólahúsum, og gáfum þeirra ofþyngt með alls- konar óþörfum andlegum lærdómi, í stað þess að þroska líkamskrafta þeirra, og forða þeim frá líkaralegri hnignun. I fyrndinni lifði mannkynið á jurtafæðu og valdi sér, eins og dýrin, af náttúruviti sínu, ósjálfrátt þá fæðu, sem hentugust var og hollust. En smámsaman hefir maðurinn þaggað niður allar skipanir náttúrunnar um eðlilega fæðu, og lagt sér til munns næstum því allar þær fæðutegundir sem öll hin dýrin neyta, auk ýmsra skaðvænna hluta, sem engin næring er í, eins og krydd og aðrar munaðar- vörur. Með uppgötvun eldsins tókst manninum að hagnýta sér ýmsar fæðutegundir, sem áður voru ómeltanlegar, eins ■og ýmsir rótarávextir og kornið, og með suðu og steik- ingu tókst honum að gjöra kjötið af dýrunum lystugt til matar. En með suðu matvælanna eyðileggjast ýmiskonar gerðarefni og önnur efnasambönd, sem hafa mikla þýð- ingu fyrir næringuna. T. d. fá margir skyrbjúg af að neyta aðeins niðursoðins matar, og börn fá tíðum bein- kröm af soðinni mjólk. Ein af aðalástæðunum til tannskemda hjá þjóðunum er sú, að menn fá eigi nógu mikið af kalki í fæðunni. Daglega missir líkami mannsins mikið af kalki með saurn- um. Ef líkaminn fær ekki kalkið í fæðunni, þá missa bein og tennur daglega meira kalk en þau þola án þess að rýrna. I hýði korns og ávaxta er mikið af kalki, en lítið af þessu hýði er borðað. Hinsvegar eta menn mikið af sykri, í stað þess sem áður var neytt meira af ávöxtum, on í sykri er lítið sem ekkert af kalki. Hinsvegar eta •dýrin mikið af kalki í jurtafæðunni, en þegar vér etum dýrin, þá fleygjum vér beinunum, sem einmitt hafa mest að geyma af kalkinu.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.