Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1913, Page 90

Skírnir - 01.08.1913, Page 90
Útlendar fréttir. Balkanstríðið. Þegar siðast var fra þvi sagt í Skírni (1. h. þ. á.), var að slitna upp úr fundinum í Lundúnum, sem saman kom t desember til þess að semja frið milli Tyrkja og sambands- þjóðanna. Tyrkir vildu þá ekki ganga að þeim kostum, sem sam- 'bandsþjóðirnar settu þeim. Adríanópel var einkum ágreiningsefnið. Þar hóldu Tyrkir þá enn vörn uppi og eins í Skútarí, en aðalher- stöðvarnar voru Tchataljavígin. Þeir buðu þá til friðar, að lína, er takmarka skyldi framtíðarveldi þeirra óskert / Norðurálfu, skyldi dregin frá Sarosflóa að sunnan norður til Svartahafs á þann hátt, að hún lægi fyrir vestan Adríanópel. En landið þar fyrir vestan, austan frá Sárosflóa og vestur fyrir Salonikí, yrði sjálfstjórnarhérað undir yfirstjórn Tyrkjasoldáns. Sambandsþjóðirnar ueituðu þessu og hófst svo ófriður að nýju. Stórveldin róðu Tyrkjum eindregið til þess að afsala Adrían- ■ópel og taka þeim friðarkostum, sem í boði voru. Og svo kom, að Kíamíls-ráðaneytið ætlaði að láta undan og semja frið. Það var ákveðið á ráðherrastefnu 1' Konstantínópel 22. janúar. En þá varð þar stjórnarbylting; Kíamílsráðaneytið var með upphlaupi neytt til að biðjast lausnar, og Ungtyrkir tóku aftur við stjcrnartaumunum. Enver bey, er undanfarið hafði verið suður í Trípólis og haft þar aðalforustuua í mótstöðunni gegn ítölum, var nýkominn heim til Konstantínópel og gekst fyrir upphlaupinu. En Mahmud Schevket pasja, aðalforingi Ungtyrkjaflokksins, varð stórvezir. í upphlaupinu var yfirforingi Tyrkjahers, Nasim pasja, tekinn af lífi, skotinn í stjórnarhöllinni. Schevket-ráðaneytið svaraði nú málamiðlun stór- veldanna um afsal Adríanópel o. fl. neitandi. Þó kvaðst það geta farið svo langt í eftirlátssemi við þau og til þess að lengja eigi ófriðinn, að afsala sór þeim hluta borgariunar, sem er vestan við Maritzafljótið, er reunur í gegnum borgina. En eystri hluta borg- arinnar, með kirkjunum, grafreitunum og hinum sögulegu og helgu

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.