Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1915, Page 24

Skírnir - 01.08.1915, Page 24
248 Vopnahlé. Ærði mig ei. Til hvers myndi, að flýja Bróðerni og friðsemd meðal manna Meinbægðu, á náðir fornra venja, Trúar, sem í tvær þúsundir alda Tekist hefir siðabótin okkar Eins og þessi völlur hérna vottar. Vi8s er reynslan, aldrei var hún gleggri. Hitt var, eg gekk -samkvæmt lands míns lögum — Lærðaskólann á sem kendi að myrða. Mér var enginn munur í því. lagsi, Manndráp eru skyldunám hjá okkur Stríð var kveikt upp, eg í herinn heimtur,, Hefði eg afsagt var eg sömu stundar Drottinssviki, dauðamaður sekur Dæmdur svo af herrétti, og skotinn. Eg á börn og vildi voga að lifa Vegna þeirra. Stríð er opinn dauði, En þar verður stundum feigum forðaðr Fyrir herdóm aldrei. Striðið kaus eg. Þú hefir sjálfsagt sjálfviljugur liervæðst, Sjálfboðinn í óherskyldu landi?» »Hlutdeild mín í hernað þessum, faðir, Hún er svipuð þinni. Aður stríðið SkaJl á, vóru verkaföll í landi, Vinnuekla, kauplækkun og dýrtíð, Heimurinn sagður ofbirgur af öllu öðru en gjaldi, sveltan stæði ai' nægtum. Lánardrotnar heimsins hafa vitað, Hvað bjó undir stjórnarkápum ríkja: Stærra veð í fjárhags-þrælkun fólksins Festa mætti, taka í skulda-gisling Ofædd börn, til aldurloka jarðar, Erfiðandi að gjalda vöxtu af lánum. Sá er orðinn fyrsti fyrirboði Fyrir stríði: skortur í öllu nógu. Fæstir skildu þó hvað var í vændum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.