Skírnir - 01.08.1915, Qupperneq 62
286
Um íslenzka timatalið.
ins og þá líka vetrarkoma, því að vetur kemur á sama
dag í október og sumarið í apríl, nema þegar sumar er
aukið, þá viku síðar. En hér er gert að vetur komi á
föstudag.
Því var áður iýst hvernig flnna má sunnudagsstafi.
En eftir þeim fara nú — í nýja stíl — misseraskiftin, sem
hér segir:
Misseraskifti í Nýja stíl.
Sunnudagsstafir1) F E D C|B AlG A*
Sumarkoma (á fimtud.) 25 24 23 2221 20 19 20 apríl
Vetrarkoma (á föstud.) 25 24^23 22 21 20[26 27 október.
Hér má sjá að s u m a r a u k i v e r ð u r þ a u á rr
sem hafa sunnudag á G.
Þegar stafurinn er A og hlaupár næsta
ár (GF) þá er líka sumarauki (þá gildir A*); eru
þau ár kölluð rímspillisár og verða ýmist 3 eða 4 á
hverri öld í nýja stíl.
Mönnum heflr jafnan — mér og öðrum — hætt til að
gleyma rímspillisárunum. Þess vegna hefi eg gert mér
talnaformála til að finna misseraskiftin í nýja stíl og
gamla stíl. Hefi eg rekið mig á það, að í n ý j a s t í 1
er kominn upp nýr rímspillir, sem ekki ber að
höndum nema einu sinni á hverjum 400 árum,
sem sé þegar 99. ár aldar er með A, en 100. árið e k k i
hlaupár2); þá ætti að vera sumarauki (99. árið), af þvi 4
ganga upp í næsta ártali, en verður ekki, af því hlaup-
ársdegi er þá slept, aldamótaárið (sbr. bls. 265). Þetta
kom fyrir 1899, í fyrsta sinni, og ber ekki aftur við
fyr en 2299. — Þá eru formálarnir:
Sm = 19 +
S + 7
a
S m. = mánaðardag í apríl á sumardag fyrsta.
S = Sunnudagstalið, 1—7 (A—Gr).
‘) Á hlaupárnm er vitanlega farið eftir síðara stafnum (sbr. bls. 268),
2) hefir ekki G- P, heldur G — og þvi snmarauka.