Skírnir - 01.08.1915, Page 99
Alþýðukveðskapur.
32»
Flestir muna víst eftir kveðjum þeirra Sigurðar Breið-
fjörðs og Bólu-Hjálmars, er þeir skildu eftir síðustu sam-
fundi sína.
Sigurður byrjaði:
Sú er bónin eftir ein,
ei skal henni leyna,
ofan yfir Breiðfjörðs bein
breiddu stöku eina.
En Bólu-Hjálmar tók þessu ekki alvarlega, þóttist
engu vilja lofa og svaraði hlæjandi:
Ef eg stend á eyri vaðs
ofar fjörs á línu,
skal eg kögglum kapla-taðs
kasta að leiði þínu.
Vel þótti Sigvaldi Skagfirðingaskáld svara fyrir sig
oft á tíðum er hann var ávarpaður með vísu eða vísuparti,
og ekki er þess getið að honum hafi orðið orðfall. Ein-
hverju sinni segir hagyrðingur við hann:
Segðu mér það Sigvaldi,
hvað svndir þínar gilda.
Sigvaldi varð við því og svaraði samstundis;
Það er undir áliti
alföðursins milda!
Einhverju sinni var það, og ekki all-langt síðan, að
nokkurum hagyrðingum sló saman og fóru þeir að kveðast
á. Botnuðu þeir á víxl hver fyrir öðrum.
Einu sinni byrjar einn svona:
Yíða fjandinn itök á
undir faldi sólar.
Svaraði þá annar samstundis:
Ekrur þessar yrkja og sá
allir presta-skólar.
(Jón Jónsson prentari og Jón S. Bergmann).
Guðmundur á Sandi getur þess í ritgerð þeirri, er eg
nefndi hér að framan, að eitt sinn, er þeir hittust Siglu-
2H